CAFF: Mat á líffræðilegum fjölbreytileika á Norðurslóðum

muskoxwinter-LarsHolstHansenJakuxar á norðurslóðum. Mynd: Lars Holst Hansen - ARC-PIC.com.Norðurheimskautið er heimkynni yfir 21,000 tegunda. Má þar nefna spendýr sem laga sig vel að kulda, fugla, fiska, hryggleysingja, plöntur, sveppi og örverur sem hvergi er að finna annarstaðar í heiminum. Lífríki norðursins er gríðarlega mikilvægt fyrir lífsskilyrði íbúa á svæðinu og má nefna að meira en einn tíundi af fiskafla heimsins kemur úr höfunum umhverfis Norðurskautið. Farfuglar koma til Norðurheimskautsins alls staðar að úr heiminum til að fjölga sér og tengja með því Norðurheimskautið við allar heimsálfur.

Vinnuhópur um varðveislu lífræðilegs fjölbreytileika (Conservation of Arctic Flora and Fauna – CAFF) sem er einn af sex vinnuhópum Norðurheimskautaráðsins gaf nýlega út skýrsluna "Mat á lífræðilegum fjöbreytileika á Norðurslóðum" (Arctic Biodiversity Assessment- ABA). Skýrslan byggir á vísindalegum athugunum og á þekkingu frumbyggja á Norðurslóðum. Skýrslan metur stöðu lífríkisins og þær breytingar sem eru að eiga sér stað ásamt ráðleggingum til stefnumótenda hvernig bera eigi að vernda lífríkið.

ABA skýrslan er unnin af 260 vísindamönnum, mörgum hverjum leiðandi á sínu sviði. Skýrslan var kynnt fyrir ráðherrum Norðurheimskautaríkjanna átta þann 15. maí sl.

 

Skýrslan er fyrsta heildstæða matið á lífríki norðurslóða og sem slík þá:

   • Leggur skýrslan grunn að frekari rannsóknum á Norðurslóðum

   • Veitir nýjustu upplýsingar um störf vísindamanna á Norðurslóðum, ásamt því að innihalda þekkingu frumbyggja

   • Ber kennsl á þá málaflokka þar sem þekking er ekki næg

   • Lýsir megin orsakavöldum breytinga á Norðurslóðum

   • Inniheldur ráðleggingar vísindamanna hvernig megi draga úr áhrifum helstu áhrifaþátta á lífríki Norðurslóða

Ráðleggingarnar í ABA skýrslunni munu hjálpa til við að móta verndun á Norðurslóðum á næstu árum. Skýrslan greinir frá því hvernig umhverfið er að breytast og sendir skilaboð um hvað þurfi að gera til að tryggja velferð vistkerfisins ásamt þeim tegundum sem menn á Norðurslóðum treysta á til lífs og lífsviðurværis.

Lífríki Norðurslóða á undir högg að sækja en með markvissum aðgerðum má varðveita þetta tiltölulega ósnortna vistkerfi sem er samsett úr túndru, fjalllendi, ferskvatni og hafi, og þær verðmætu afurðir sem þau veita. Aðgerðir núna gætu komið í veg fyrir breytingar sem annars yrði kostnaðarsamt eða ómögulegt að takast á við í framtíðinni.

ABAScienceLykilniðurstöður ABA leggja áherslu á:

•Veðurfarsbreytingar eru helsti og alvarlegasti orsakavaldur breytinga á Norðurslóðum

•Mikilvægi þess að takast á við breytingar með heildrænum hætti

•Mikilvægi þess að tillit sé tekið til vistkerfisins innan allra málaflokka

Sjá nánar á heimasíðunni Arcticbiodiversity.is.

Icelandic Arctic Cooperation Network | Borgum | 600 Akureyri
☎ 460 8935 ✉ iacn@arcticiceland.is
www.arcticiceland.is | kt. 620113-0690

Hosted and Designed by the Arctic Portal

facebookyoutubelinkedintwitter1