Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Ferðir á næstunni

Viðburður 

Viðburður:
Heilsuþristurinn í Hveragerðisbæ
Dagsetning:
10.06.2010 - 13.06.2010 

Lýsing

Heilsuþristurinn í Hveragerðisbæ 10. - 13. júní 2010

Hreyfing - heilsa - hamingja

 

Hveragerði er heilsubær og hefur orðið mikil vakning hjá bæjarbúum á heilsusamlegum lifnaðarháttum undanfarin ár.  Fólk á öllum aldri stundar útivist og hreyfingu og er fjölbreytni þeirrar þjálfunar sem er í boði, í skipulagðri líkamsrækt fyrir almenning, mikil.  Sundlaugin í Laugaskarði er miðdepill þessarar starfsemi.

 

Hreyfing

Ákveðið er að halda heilsudaga, Heilsuþristinn, í byrjun júní sem yrði hvatning fyrir almenning að hreyfa sig til að bæta heilsu og vellíðan. Hápunktur dagana verður lokadaginn þegar keppt verður í Ólympískri þríþraut sem samanstendur af sundi, hjólreiðum og hlaupi.  Sundið (1500 m) yrði synt í Sundlauginni Laugaskarði. Hjólað  væri frá Hveragerði - Þorlákshöfn - Hveragerði (40 km). Hlaupið (10 km) yrði í Hveragerði og nágrenni sem er rómað fyrir fallegar hlaupa- og gönguleiðir.

 

Boðið verður upp á þátttöku í

Ólympískri þríþraut bæði einstaklings- og liðakeppni.

- liðakeppnin (3 í liði) þar sem þátttakendur skipta með sér greinunum þannig að einn syndir, annar hjólar og þriðji hleypur.  Þátttökugjald kr. 2000.

 

Skemmtiþríþrautin Heilsuþristurinn verður í gangi alla helgina þar sem fólk skráir sig og fær kort yfir hjóla- og göngu/hlaupaleiðir. Sundið fer fram í Sundlauginni Laugaskarði.

Vegalengdirnar - 500 m sund, 5 km hjólreiðar og 3 km ganga/hlaup.  Ýmis félög og stofnanir munu kynna sína starfsemi þessa daga.
Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn