Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Gestabók
Hér má sjá gestabókarfærslur sem notendur Ganga.is hafa skrifað um gönguleiðir. Hægt er að finna gönguleiðir og skrifa um þær á kortavefnum.

Tungnafellsjökull
Gengum á Háhyrnu þann 1 ágúst, byrjuðum gönguna í Tómasarhaga. Fengum mjög fallegt veður og mjög gott útsýni í allar áttir. Gistum í góðu yfirlæti á tjaldsvæðinu í Nyjadal.
 
Síldarmannagötur
Ég og Sævar Steinn Guðmundsson gengum Síldarmannagötur 1. ágúst 2009.
 
Sveinstindur
Ferdin er ekki fyrir thá allra lofthraeddustu thar sem á koflum liggur leidin á mjóum hryggjum og brúnum. Upp og nidur tekur thetta svona um 3klst fyrir flesta. Ekki gleyma korti og kíki, útsynid er ótrúlegt.
 
Fjallganga upp á Herðubreið
 
Kaldbakur - Eyjafirði
Við félagarnir ákvöðum að kíkja upp á kaldbak, laugardaginn 26. júlí. Tókum smá svindl á gönguna og fórum frá efsta plani sem Kaldbaksferðir eru búin að útbúa, en samt ágætis labb þaðan. Gengum örlítið inn skoringinn frá planinu og þverskórum brekkunu upp á þægilegum stöðum. Þegar við komum upp á hrygginn þar tók frekar auðvelt labb við. Einhver snjór var á leiðinni þar sem það hafði snjóað dagana áður á toppinn og frekar langt niður, samt var hlýtt á leiðinni upp og fengum við sól mestmegnis af leiðinni. Eftir rólega göngu með nokkrum litlum brekkum, komum við að snævi þakinni hlíð sem var þónokkuð löng en frekar auðveld göngu (fjarlægðin miklaði þetta fyrir okkur) en við héldum hinsvegar að við værum að detta á toppinn þá, en hann var falskur og sáum við að talsverður spölur var eftir. Gangan var samt þægileg þar sem við gengum á hryggnum upp á sléttuna þar sem toppurinn og varðan eru, smá brekkur en ekkert stórmál. Sléttan sjálf er mjög þægileg yfirferðar. Það byrjaði þó að blása smá þoku yfir okkur frá austri en aldrei það mikið að við misstum ekki slóðinu, enda erfitt þegar við náðum að komast á hrygginn. Það létti svo til þegar við settumst niður hjá vörðunni og snæddum nestið og fengum við flott útsýni til vesturs, en austurhliðin var ennþá þung. Merkilegt nokk var að við vorum í logni við vörðuna og sátum því í góða stund og nutum útsýnissins. Niðurgangan var skemmtileg, þar sem enn var hægt að renna sér talsvert í snjónum. Fínasta ganga og mæli ég með henni fyrir sem flesta. Sigmar Arnarsson
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 10 af 14
Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn