Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Fréttir
HSÞ stendur fyrir göngu á Óttar í Þistilfirði

HSÞ stendur fyrir göngu á Óttar annan í hvítasunnu, 24. maí. Gangan er liður í verkefninu Fjölskyldan á fjallið. Gengið verður fjallið Óttar í Þistilfirði. Staldrað við á sögustað í upphafi göngu, óvæntur glaðningur í ferðarlok. Farið frá skilti austarlega á Öxarfjarðarheiði kl. 13:30.

 

 

 
Vel heppnuð kynning í heilsueflingu og útivist á Ísafirði
Kynningin „Heilsuefling og útivist“ fór fram í Menntaskólanum á Ísafirði fyrir helgina og heppnaðist með ágætum.

Fulltrúi frá Ungmennafélagi Íslands var á staðnum og kynnti m.a. vefsíðuna ganga.is. Heilmikil kynning var frá UMFÍ um nýja vef en þar er að finna gönguleiðir en hlutverk vefsíðunnar er m.a. að stuðla að enn frekar uppbyggingu gönguleiða á Íslandi og aðgengi að þeim.

Lýðheilsustöð var með kynningu á heilsueflingu í framhaldsskólum sem er verkefni sem þeir eru að fara að setja af stað.

Aðstandendur heilsueflingar í Ísafjarðarbæ fjölluðu um það sem unnið hefur verið með á svæðinu og buðu upp á heilsudrykki og kennslu í stafagöngu.

 

3476119_heilsuefling_a_isafirdi3476119_heilsuefling_a_isafirdi

Mynd: Aðilar sem tóku þátt í kynningunni á Ísafirði

 
Útivist og heilsuefling

Kynning undir yfirskriftinni „Útivist og heilsuefling“ verður haldin í Menntaskólanum á Ísafirði 15. apríl. Meðal sýningaraðila á kynningunni eru Ferðafélag Íslands og Ferðafélag Ísafjarðar, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Lýðheilsustöð. Nemendum gefst þá kostur á að kynna sér starfsemi félaganna auk þess sem haldið verður erindi á sal skólans. Boðið verður upp á ýmsa hreyfingu fyrir nemendur og í hádeginu verður svo boðið upp á sérstakt heilsufæði í mötuneyti skólans. Klukkan 17 sama dag verður síðan opið hús fyrir alla íbúa á svæðinu sem hafa áhuga á að kynna sér starf og verkefni þeirra félagasamtaka sem að kynningunni standa. Um kvöldið verður síðan aðalfundur Ferðafélags Ísafjarðar en þar munu fulltrúar frá Ferðafélagi Íslands mæta og kynna starf félagsins og annarra deilda þess á landsbyggðinni.

Fréttin er frá bb.is

 

Útivist og heilsuefling!

Kynning í Menntaskólanum á Ísafirði fimmtudaginn 15. apríl 2010

Sýningaraðilar:   Ferðafélag Íslands/Ferðafélag Ísfirðinga

Heilsuefling í Ísafjarðarbæ

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Almenningsíþróttasvið

Lýðheilsustöð, hreyfing, holt fæði, geðhjálp o.fl

Ungmennafélag Íslands, Ganga.is, Fjölskyldan á fjallið

Miðvikudagskvöld:  Uppsetning kynningarbása.

D A G S K R Á

Fimmtudag:

Kl. 08:00          Nemendur geta gengið á milli sýningarbása, skoðað og kynnt sér málin.

Kl. 10:30          Í fundartíma á sal.  Fulltrúar sýningaraðila flytja stutt erindi og kynna sín samtök.

Nemendur og starfsfólk skólans getur fræðst um málefni félagasamtakanna í frímínútum og hádegishléi og rætt við fulltrúa þeirra.  Boðið verður upp á ýmsa hreyfingu á staðnum svo sem:  Stafgöngu, hléæfingar, styrktaræfingar o.fl.

Kl. 12:00 - 13:00  Hægt verður að kaupa sér sérstakt heilsufæði á góðu verði í mötuneyti skólans.

 

Kl. 17:00          Opið hús fyrir íbúa á Norðanverðum Vestfjörðum sem áhuga hafa á að kynna sér starf og verkefni þeirra félagasamtaka sem að kynningunni standa.

Fulltrúar sýningaraðila flytja erindi og kynna samtök sín og það kynningarefni sem boðið er upp á í sýningarbásunum.  Gestir fá tækifæri til að hitta fulltrúa félagasamtakanna og fræðast nánar um starf þeirra.  Þá verður einnig boðið upp á stafgöngu, hléæfingar, styrktaræfingar o.fl.

 

Kl. 20:00          Aðalfundur Ferðafélags Ísafjarðar, fulltrúar frá Ferðafélagi Íslands mæta á fundinn og kynna starf félagsins og annarra deilda þess á landsbyggðinni.

 

 
Ferðafélag Ísfirðinga vakið úr dvala

Ferðafélag Ísfirðinga hefur verið vakið úr dvala eftir áralanga bið.

Félagið hefur staðið fyrir mörgum ferðum og hefur verið mjög vel sótt.

35 manns tóku þátt í fjórðu göngu Ferðafélags Ísfirðinga sem gengin var sunnudaginn 21.mars þar sem gengið var um Dýrafjörð. Gengið var um fjörðinn og skoðaðir voru helstu sögustaðir Dýrafjarðar, gengnir voru fimm kílómetrar og tók gangan um tvær klukkustundir.

 

Einnig var farið á söguslóðir Gísla Súrrssonar annan sunnudaginn í mars. Þetta var þriðja ganga félagsins. Í göngunni voru 45 manns og gengnir voru sex kílómetrar á tveimur klukkutímum með stoppum. Að sögn ferðalanganna var veðrið mjög gott, sólarglennur til að byrja með, en annars logn og milt.

 

FerdafelagsgangaHoltFerdafelagsgangaHolt

Hluti hópsins sem fór í gönguna á söguslóðir Gísla Súrssona. Á myndina vantar hluta hópsins sem gekk út fyrir Holtsoddann. Mynd: Hilmar Pálsson.

 
Gönguklúbbur stofnaður í Skagafirði

Gönguklúbbur stofnaður í Skagafirði

Gönguklúbbur var nýlega stofnaður í Skagafirði. Forsprakkar klúbbsins, þær Rósa María Vésteinsdóttir og Ásdís Guðmundsdóttir segja að klúbburinn sé öllum opinn, jafnt vönum göngugörpum sem og tilvonandi göngugörpum.

Í héraðsblaðinu Feyki kemur fram að þær stöllur hafi oft rætt saman um þær frábæru gönguleiðir sem eru í Skagafirði og hversu leiðinlegt það er að hafa ekki getað nýtt sér þær meira sökum skorts á ferðalögum og þekkingar á staðháttum.

Eftir að hafa gert smá könnun meðal vina og ættingja voru 25 manns komnir á blað og var ákveðið að stofna gönguhóp fyrir áhugamenn um fjallamennsku og útivist. 16 manns mættu á stofnfund og stofnuð var þriggja manna nefnd til að halda utan um dagskrá hópsins og koma henni á framfæri.

Markmið félagsins er að koma saman fólki sem hefur áhuga á útivist og hreyfingu og ganga saman.

 
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Síðasta >>

Síða 20 af 31
Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn