Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Fréttir
Ganga UMSK á Úlfarsfell

UMSK ætlar að ganga á Úlfarsfell sunnudaginn 6. júní kl. 13:00. Gegnið verður frá Hamrahlíð við Vesturlandsveg.

Gangan er liður í verkefninu Fjölskyldan á fjallið sem er landsverkefni UMFÍ.

 
HSÞ gengur á Hverfjall

HSÞ gengur á Hverfjall 5. júní kl 11:00

Laugardaginn 5. júní stendur Mývetningur, íþrótta- og ungmennafélag  fyrir fjölskyldugöngu á Hverfjall í Mývatnssveit. Gangan er liður í verkefninu Fjölskyldan á fjallið sem er landsverkefni innan UMFÍ . Hverfjall  er eitt af tveimur fjöllum HSÞ í ár en hitt fjallið er Óttar í Þistilfirði.

Gangan á Hverfjall hefst við bílaplanið við rætur fjallsins kl.11:00. HSÞ hvetur alla Þingeyinga til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og njóta fagurrar náttúru með göngu á hin ýmsu fjöll héraðssambandanna um landið í sumar. Nánari upplýsingar eru á www.ganga.is.

 
Fjölskyldudagur UMFÍ og ganga á Miðfell á laugardag

Fjölskyldudagur UMFÍ og ganga á Miðfell á laugardag

-      Íþróttaálfurinn mætir á staðinn

Fjölskyldudagur UMFÍ verður haldinn við rætur Miðfells í Hrunamannahreppi á laugardag og hefst dagskrá kl. 13.00. Dagurinn verður haldinn í samvinnu við HSK.

Á þessum degi verður skipulögð dagskrá með skemmtiatriðum fyrir alla fjölskylduna. Meðal þeirra sem koma fram á deginum er Kristmundur vinningshafi söngvakeppni framhaldskólanna, Íþróttaálfurinn og Solla stirða.

Deginum líkur með göngu á Miðfell sem er eitt af tveimur fjöllum sem HSK hefur tilgreint í verkefninu Fjölskyldan á fjallið. Farið verður með póstkassa upp á fjallið á þessum degi og fólk hvatt til að skrifa í gestabókina.

Til að komast að Miðfelli af þjóðveg 1 er ekið inn á Skeiða- og Hrunamannaveg nr. 30 við Skeiðavegamót  og ekið í átt að Flúðum.  Beygt er af þeim vegi inn á Miðfellsveg nokkru áður en komið er að Flúðum.

Sunnlendingar eru hvattir til að mæta og það kostar ekkert að taka þátt.

 

LazytownLazytown

 
Fjölskylduganga HSK á Bjólfell 9. júní

Fjölskylduganga HSK á Bjólfell 9. júní

HSK tekur þátt í verkefninu Fjölskyldan á fjallið eins og undanfarin ár. HSK stendur fyrir göngu á Bjólfell á Rangárvöllum  miðvikudagskvöldið 9. júní kl. 19:30.

Best er að ganga á fjallið skammt frá bæjarhlaðinu í Haukadal, en sá bær sést vel frá Þingskálavegi og er við rætur fjallsins. Göngutími er um tvær klst.

Til að komast að Bjólfelli er farið upp Landveg nr. 26 frá Landvegamótum og svo inn á Þingskálaveg  nr. 268, rétt ofan við Galtalæk.  Einnig er hægt að fara inn á  Rangárvallaveg nr. 264 rétt austan við Hellu og áleiðis upp að Gunnarsholti, en þar skammt frá er farið inn á Þingskálaveg.

Þegar ekið er inn á veginn heim að Haukaldal er beygt til hægri rétt eftir að farið er yfir pípuhlíð. Þar tekur við stuttur slóði og þá er ekið í gegnum annað pípuhlið og þaðan er best að ganga á fjallið.  Með þessu móti þarf ekki að fara yfir rafmagnsgirðingar til að komast að fjallinu.

Miðfell í Hrunamannahreppi er hitt fjallið sem HSK tilnefnir í verkefnið í ár og HSK gangan með póstkassann á Miðfell á laugardag eins og sjá má í annarri frétt hér á síðunni.

Áhugafólk um fjallgöngur er hvatt til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og það eru allir velkomnir í HSK göngurnar þann 5. og 9. júní.

 
Bókin Göngum um Ísland 2010 komin út

Göngubókin, Göngum um Ísland 2010, er komin út. Bókin tengist verkefninu Fjölskyldan á fjallið og Göngum um Ísland sem Ungmennafélag Íslands hefur staðið fyrir undanfarin ár.

Eins og endranær hefur verið gefin út leiðbók sem hefur að geyma upplýsingar um fjölda gönguleiða vítt og breitt um landið. Að þessu sinni er bókin í breyttu formi sem verður vonandi til þess að bókin verði göngufólki aðgengilegri en áður.

Bókin hefur auk þess aldrei verið stærri en alls er hún 128 síður. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda.

Göngubókin er þessa dagana að fara í dreifingu um allt land en hana verður hægt að finna á öllum sölustöðum N1 og sundlaugum víðs vegar um land. Síðar verður hægt að nálgast hana á upplýsingastöðum ferðamála um allt land.

 
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Síðasta >>

Síða 18 af 31
Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn