Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Fréttir
Helgi á göngu: Útivistar og menningarhelgi á Borgarfirði eystri

 

Ungmennafélag Borgarfjarðar, í samstarfi við Ungmennafélag Íslands og Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, standa fyrir verkefninu Helgi á göngu. Á Borgarfirði teygir það sig yfir hálfa næstu viku.

Miðvikudagur 23. júní
Sólstöðuganga á Svartfell (510m.y.s.)

Lagt af stað frá Breiðuvíkurafleggjara austan Fjarðarár kl 22:00 og gengið á Svartfell
Frí ganga undir leiðsögn heimamanna og allir velkomnir.
Eftir göngu er opið hús í  Fjarðarborg. Lifandi tónlist og eitthvað gott með kaffinu.


Fimmtudagur 24. júní
Stapavík - Gönguskörð - Njarðvík

Lagt af stað frá Unaósi kl 14:00 og gengið út með Selfljóti að Stapavík en þar er  gömul uppskipunarhöfn.
Þeir sem vilja geta gengið sömu leið til baka en leiðsögn verður um gömlu þjóðleiðina til Njarðvíkur og Borgarfjarðar um Gönguskörð.


Föstudagur 25. júní
Borgarfjörður – Brúnavík – Breiðuvík

Gengið undir leiðsögn frá Kolbeinsfjöru í Borgarfirði til Brúnavíkur um Brúnavíkurskarð. Í Brúnavík verður einstök líparítfjaran skoðuð. Frá Brúnavík er haldið í Súluskarð, gengið ofan Hvalvíkur og Kjólsvíkur og áfram til Breiðuvíkur.
Gist verður um nóttina í Breiðuvíkurskála. Kvöldvaka, tónlist og grill um kvöldið þar sem hver og einn kemur með grillvarning fyrir sig. Öllum er velkomið að taka þátt í þessari kvöldstund og er aðgangur ókeypis. Drykkir verða seldir í Breiðuvík fyrir þá sem vilja. Boðið verður upp á trússflutning til og frá Breiðuvík.


Laugardagur 26. júní
Breiðuvík – Borgarfjörður, um Víknaheiði

Gengið inn dalinn í Breiðuvík og yfir Víknaheiði sem þykir einn fegursti fjallvegur á Íslandi. Í botni Borgarfjarðar er gengið framhjá Gæsavötunm, og um Urðarhóla við Urðarhólavatn
Tónleikar um kvöldið í Fjarðarborg með valinkunnum listamönnum.


Sunnudagur 27. júní
Létt skoðunarferð um Bakkgerðisþorp undir leiðsögn kl 14:00

 

 
HHF gengur á Geirseyrarmúla

Laugardaginn 19. júní stendur Héraðssambandið Hrafna-Flóki fyrir fjölskyldugöngu á Geirseyrarmúlann í Patreksfirði. Geirseyrarmúlinn er það fjall sem HHF valdi í verkefnið „Fjölskyldan á fjallið“ sem er verkefni á sviði almenningsíþrótta innan UMFÍ. Í þessari ferð verður póstkassi með gestabók settur upp á toppi fjallsins en póstkassinn kemur til með að standa uppi á meðan verkefnið „Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga!“ stendur yfir, s.s. í allt sumar. Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á www.ganga.is.

Gangan á Geirseyrarmúlann hefst klukkan 13:00 á laugardaginn en mæting er við kirkjugarðinn sem stendur við rætur fjallsins. Allir eru hvattir til þess að mæta!!!

mynd1mynd1

 
Reykjanes gönguferðir 2010

Reykjanes gönguferðir 2010

Hitaveita Suðurnesja hf (HS hf) og Geysir Green Energy (Geysir) kynna göngudagskrá sem verður í boði í sumar um Reykjanesskagann í samstarfi við SBK, Víkurfréttir, Björgunarsveitina Suðurnes og Rannveigu Garðarsdóttir leiðsögumann.

Fyrirtækin bjóða upp á alls 10 gönguferðir um Reykjanesið á tímabilinu júní – ágúst 2010, allar undir leiðsögn Rannveigar.  Einnig munu jarðfræðingar HS hf, jarðfræðingar Geysis koma að gönguferðum með sértækari fróðleik.

 

Upphaf verkefnisins er að Rannveig Garðarsdóttir leitaði til HS hf með þá hugmynd að fá fyrirtækið til að standa með sér að þessu metnaðarfulla verkefni.   Ákveðið var að leita til samstarfsaðila með sömu stefnu í umhverfismálum og var Geysir Green Energy fengin til liðs við verkefnið.  SBK mun sjá um akstur á göngufólki til og frá göngustað og Víkurfréttir mun fjalla um hverja gönguferð ásamt því að Björgunarsveitin Suðurnes leggur til liðsmann úr sveitinni í allar gönguferðirnar með viðeigandi öryggisbúnað.

 

Rannveig hefur mikla reynslu af gönguferðum um Reykjanesskagann.  Hún stóð m.a. fyrir gönguhóp sem gekk vikulega um svæðið um sumartímann árin 2001 – 2008.  Auk þess hefur hún ferðast með fjölmarga hópa um Reykjanesskagann og allt landið sem leiðsögumaður.  Hún hefur verið í forsvari Leiðsögumanna Reykjaness.

 

Reykjanesskagi er kjörlendi göngufólks og þar geta allir fundið gönguferðir við sitt hæfi.  Náttúran er mögnuð, láglendi mikið, virkar gosdyngjur með allri sinni litadýrð og þar er hægt að ganga í gegnum aldir á jarðfræðilegan mælikvarða.  Á svæðinu eru fjölmargar gamlar þjóðleiðir þar sem klappað er í hraunið eftir hófa og fætur liðinna alda, landnámssagan er eftirtektaverð og breytingar á búsetu á Reykjanesskaga er einnig merkileg.

 

Gönguferðirnar eru allar á miðvikudögum og munu hefjast við höfuðstöðvar SBK Grófinni 2 – 4, kl. 19:00 stundvíslega.  Kostnaðurinn er aðeins 1000 kr. pr mann fyrir rútu fram og tilbaka og gæðaleiðsögn.

 
Búið er að opna fyrir liðaskráningu i átaksverkefninu

Nú geti þið skráð ykkar fyrirtæki eða ykkar vinahóp í átaksverkefnið Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða
ganga. Hvetjum alla til að taka þátt! =)

Hér geturðu skráð þig, þinn hóp eða þitt fyrirtæki.

 

b2c1673d-9a8f-4532-82d1-100b6ec19c9eb2c1673d-9a8f-4532-82d1-100b6ec19c9e

 
Þorvaldsdalsskokkið 3. júlí 201

 

 

Þorvaldsdalsskokkið verður þreytt í 17. sinn þann 3. júlí n.k. Þorvaldsdalsskokkið hefst við Fornhaga í Hörgárdal og mark er við Stærri-Árskóg á Árskógsströnd. Hlaupaleiðin liggur eftir endilöngum Þorvaldsdal þar sem hlaupið er yfir mýrar og móa en oft er hægt að fylgja kindagötum. Keppendum er leiðarvalið frjálst eftir dalnum en mikilvægt er að hafa Þorvaldsdalsána á vinstri hönd til að ekki þurfi að vaða ána neðarlega í dalnum. Yfir nokkra læki og þverár þarf að fara og er hlaupurum veitt aðstoð við að fara yfir þá stærstu, Hrafnagilsá.
Líkt og undanfarin ár munu göngumenn og þeir sem telja sig lengri tíma en 4 klst að fara dalinn hefja leik kl 9:00. Keppnishlaupið hefst svo kl. 12:00 og er tímatöku hætt kl. 16:00.
loftmyndjpegloftmyndjpeg
 
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Síðasta >>

Síða 16 af 31
Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn