Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Fréttir
Helgi á göngu

Í dag föstudaginn 25. júní verður gengið Borgarfjörður – Brúnavík – Breiðuvík þessi ganga er liður í verkefninu Helgi á göngu.  Það er Ungmennafélag Borgarfjarðar, í samstarfi við Ungmennafélag Íslands og Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, sem standa fyrir verkefninu Helgi á göngu. Á Borgarfirði teygir verkefnið sig yfir hálfa næstu viku.

 

Gengið verður undir leiðsögn frá Kolbeinsfjöru í Borgarfirði til Brúnavíkur um Brúnavíkurskarð. Í Brúnavík verður einstök líparítfjaran skoðuð. Frá Brúnavík er haldið í Súluskarð, gengið ofan Hvalvíkur og Kjólsvíkur og áfram til Breiðuvíkur.

Gist verður um nóttina í Breiðuvíkurskála. Kvöldvaka, tónlist og grill um kvöldið þar sem hver og einn kemur með grillvarning fyrir sig. Öllum er velkomið að taka þátt í þessari kvöldstund og er aðgangur ókeypis. Drykkir verða seldir í Breiðuvík fyrir þá sem vilja. Boðið verður upp á trússflutning til og frá Breiðuvík.

 

Hér að neðan koma myndir frá fyrstu göngunni í verkefninu en þá var gengið upp á Urðarhólavatn.  Skyggni í göngunni var lítið og leiddi Hafþór Snjólfur Helgason göngumenn, sem voru á þriðja tug, áfram eftir GPS tæki.

 

 

umfi_helgi_a_gonguumfi_helgi_a_gongu

umfi_QM1T8463umfi_QM1T8463

umfi_QM1T8467umfi_QM1T8467

umfi_QM1T8474umfi_QM1T8474

umfi_QM1T8482umfi_QM1T8482

umfi_QM1T8484umfi_QM1T8484

 
Verkefnið Helgi á göngu

 

Verkefnið Helgi á göngu

Verkefnið Helgi á göngu fór af stað á Borgarfirði eystri í gærkvöldi. Það var svartaþoka og því hætt við að fara upp á Svartfellið en í staðinn gengið inn hjá Urðarhólum og Urðarhólavatni þar sem er ein stærsta líbarítströnd landsins.

 

Urðarhólar eru framhlaup, innst í Borgarfirðinum og um þá liggur um þriggja kílómetra stikuð gönguleið, akkúrat passleg til að skrá sem göngu dagsins í Hættu að hanga, komu að synda, hjóla ganga.

 

Skyggni í göngunni var lítið og leiddi Hafþór Snjólfur Helgason göngumenn, sem voru á þriðja tug, áfram eftir GPS tæki. Sérlega gott þykir að fleyta kerlingum á Urðarhólavatni.

 

Sett var upp keppni í greininni þar í gærkvöldi og vann Bjarni Björgvinsson, lögfræðingur á Egilsstöðum, hana en steinninn hans skoppaði átta sinnum á vatninu.

 

3566357_helgi_a_gongu_13566357_helgi_a_gongu_1

Mynd: Frá göngunni.

 
Jónsmessuganga á Þorbjörn og í Bláa lónið

Jónsmessuganga á Þorbjörn og í Bláa lónið

Laugardagskvöldið 26. júní bjóða Bláa Lónið og Grindavíkurbær upp á hina árlegu Jónsmessugöngu á fjallið Þorbjörn. Töfrandi tónar hljómsveitarinnar Árstíða munu leika um hlustir göngufólks við varðeld á fjallinu og spilar sveitin áfram til miðnættis í Bláa Lóninu þar sem gangan endar.

Gangan hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár en hér er um að ræða skemmtilega afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Lagt verður af stað frá Sundlaug Grindavíkur kl. 20:30 og er áætlað að ferðin taki um tvær og hálfa klukkustund. Hópstjóri verður með í för en allir eru á eigin ábyrgð.

Enginn þátttökukostnaður er í gönguna og tilboð verður í Bláa Lónið, aðgangseyrir aðeins 1.400 kr. Það verður jafnframt opið til miðnættis þetta kvöld.

Kynnisferðir verða með sætaferðir til Grindavíkur frá BSÍ klukkan 19:30 og SBK frá Reykjanesbæ kl. 20:00. Sætaferðir frá Bláa Lóninu verða til Grindavíkur kl. 00:30 og Reykjanesbæjar og Reykjavíkur kl. 01:00.

Verð fyrir sætaferðir:
Reykjanesbær - Sundl. Grindavíkur - Bláa Lónið - Reykjanesbær: 1.500 kr.
BSÍ - Sundlaug Grindavíkur - Bláa Lónið - BSÍ: 3.200 kr.
Bláa Lónið - Sundlaug Grindavíkur: 500 kr.

Árstíðir skemmtir í Jónsmessugöngunni

Hljómsveitin Árstíðir mun skemmta göngugörpum í Jónsmessugöngu Bláa lónsins og Grindavíkurbæjar. Árstíðir leikur angurværa og þjóðlagaskotna tónlist, en krafturinn er sjaldnast langt undan.

Hljóðfæraskipan bandsins er með óhefðbundnu sniði, en hún samanstendur af þremur kassagíturum, píanói, sellói og fiðlu, auk þess syngja allir meðlimir bandsins.

Fyrsta plata sveitarinnar kom út í júní á síðasta ári og hafa tvö lög af plötunni setið í efsta sæti vinsældarlista Rásar 2.

 
HHF ganga á Geriseyrarmúla

 

HHF gekk uppá Geirseyrarmúla síðastliðinn laugardag með póstkassa og gestabók en Geirseyrarmúli er eitt af fjöllunum í Fjölskyldan á fjallið.

 

umfi_DSC00039umfi_DSC00039

 
Helgi á göngu

Helgi á göngu

 

Helgi á göngu er verkefni til minningu um gönguforkólfinn og ungmennafélagann Helga Magnús Arngrímsson. Verkefnið gengur útá að skipulagðar gönguferðir verða á vegum UMFÍ tiltekna helgi þeir dagar sem verða tileinkaðir verður Helga í ár er 23. til 27. júní. Göngur verða skipulagðar víðs vegar um landið á einhverri af þeim gönguleiðum sem merktar hafa verið á vegum hreyfingarinnar.

Þau héraðssambönd sem verða með m.a með göngur eru UÍA og UMSB.


Ungmennafélag Borgarfjarðar, í samstarfi við Ungmennafélag Íslands og Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, standa fyrir verkefninu Helgi á göngu. Á Borgarfirði teygir það sig yfir hálfa næstu viku.

Miðvikudagur 23. júní
Sólstöðuganga á Svartfell (510m.y.s.)

Lagt af stað frá Breiðuvíkurafleggjara austan Fjarðarár kl 22:00 og gengið á Svartfell
Frí ganga undir leiðsögn heimamanna og allir velkomnir.
Eftir göngu er opið hús í  Fjarðarborg. Lifandi tónlist og eitthvað gott með kaffinu.


Fimmtudagur 24. júní
Stapavík - Gönguskörð - Njarðvík

Lagt af stað frá Unaósi kl 14:00 og gengið út með Selfljóti að Stapavík en þar er  gömul uppskipunarhöfn.
Þeir sem vilja geta gengið sömu leið til baka en leiðsögn verður um gömlu þjóðleiðina til Njarðvíkur og Borgarfjarðar um Gönguskörð.


Föstudagur 25. júní
Borgarfjörður – Brúnavík – Breiðuvík

Gengið undir leiðsögn frá Kolbeinsfjöru í Borgarfirði til Brúnavíkur um Brúnavíkurskarð. Í Brúnavík verður einstök líparítfjaran skoðuð. Frá Brúnavík er haldið í Súluskarð, gengið ofan Hvalvíkur og Kjólsvíkur og áfram til Breiðuvíkur.
Gist verður um nóttina í Breiðuvíkurskála. Kvöldvaka, tónlist og grill um kvöldið þar sem hver og einn kemur með grillvarning fyrir sig. Öllum er velkomið að taka þátt í þessari kvöldstund og er aðgangur ókeypis. Drykkir verða seldir í Breiðuvík fyrir þá sem vilja. Boðið verður upp á trússflutning til og frá Breiðuvík.


Laugardagur 26. júní
Breiðuvík – Borgarfjörður, um Víknaheiði

Gengið inn dalinn í Breiðuvík og yfir Víknaheiði sem þykir einn fegursti fjallvegur á Íslandi. Í botni Borgarfjarðar er gengið framhjá Gæsavötunm, og um Urðarhóla við Urðarhólavatn
Tónleikar um kvöldið í Fjarðarborg með valinkunnum listamönnum.


Sunnudagur 27. júní
Létt skoðunarferð um Bakkgerðisþorp undir leiðsögn kl 14:00

 



Jónsmessuganga UMSB verður í dag, 23. júní kl. 20:00. Gengið verður á Varmalækjamúla. Boðið í kaffi og meðlæti að veitingahúsinu í Fossatúni að lokinni göngu. Mæting á melunum fyrir ofan Fossatún.

Frekari upplýsingar um göngurnar er hægt að fá í síma

862 6361 og á vefnum www.umsb.is

 

36358_132093576819417_120956887933086_264437_1227208_s36358_132093576819417_120956887933086_264437_1227208_s

 

 

 
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Síðasta >>

Síða 14 af 31
Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn