Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Fréttir
UMSB stóð fyrir göngu að Deildargili

Ungmennasamband Borgarfjarðar stóð fyrir göngu á dögunum að Deildargili við Hraunsás í Hálsasveit. Þar var gengið að Langafossi sem er mestur fossana í Deildargili um 20 metra hár.

 

Langifoss er um 2 km frá þjóðveginum. Leiðsögumaður var Sigurður Jónsson frá Hraunsási.

 

Næsta ganga verður fimtudaginn 19 ágúst kl 19:30. Gengið upp með Rauðsgili og fossar þar skoðaðir. Mæting við Rauðsgilsrétt.

umfi_deildargil_-_umsbumfi_deildargil_-_umsb

 

 

Mynd: UMSB hefur staðið fyrir nokkrum göngum í sumar og hefur þátttaka í þær verið með ágætum. Á myndinni er göngugarpar sem gengu að Deildargili á dögunum. Næsta ganga verður á fimmtudaginn kemur og verður þá gengið upp með Rauðsgili og fossar þar skoðaðir.

 
Ferð um háhitasvæði í Kerlingarfjöllum 24.-25. júlí

Ferð um háhitasvæði í Kerlingarfjöllum 24.-25. júlí

oskarhver2oskarhver2Helgina 24.-25. júlí blása Landvernd og Hálendisferðir til jarðfræðiferðar í Kerlingarfjöll í fylgd Sigmundar Einarssonar og Kristjáns Jónassonar jarðfræðinga hjá Náttúrufræðistofnun. Tilgangur ferðarinnar er að skoða hið afar litríka háhitasvæði frá sjónarhorni náttúruverndar en Kristján og Sigmundur höfðu með höndum að rannsaka svæðið út frá verndargildi þess í tengslum við gerð rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða sem nú er til afgreiðslu á þingi.

Hópurinn gistir eina nótt í Kerlingarfjöllum. Um er að ræða tjaldferð en einnig er hægt að bóka gistingu í skála sé þess óskað. Boðið verður upp á kvöldverð á komudegi, morgunverð og nesti seinni daginn. Enn eru nokkur sæti laus og hægt að bóka sig í ferðina á www.halendisferdir.is

Myndin er úr myndasafni Hálendisferða.

Tilhögun ferðarinnar er með þeim hætti að fyrri daginn hittist hópurinn kl. 9 á BSÍ þaðan sem ekið verður að Ásgarði í Kerlingarfjöllum þar sem við tjöldum og snæðum hádegisnesti. Að því loknu verður gengið á Fannborg og Snækoll. Þaðan er frábært útsýni yfir Efri-Hveradali og fjallaklasann í heild sinni. Þar verður jarðfræði svæðisins útskýrð ásamt tengingu við landið umhverfis Kerlingarfjöll. Að göngu lokinni bíður okkur sjóðheit kjötsúpa að hætti Stínu Páls í tjaldbúðum.

Seinni daginn verður gengið suður í Hveradali og skoðaðar ýmsar gerðir af hverum, þar á meðal miklir brennisteinshverir. Þegar kemur suður að Grænutjörn verður haldið upp fyrir Löngufönn og gengið eftir fjallsrimanum vestan við Hveradali til baka. Riminn er jafnframt öskjubrot. Á leiðinni er horft niður í Hverabotn og einnig fæst gott útsýni til líparítfjallanna í austri og vestri. Göngunni lýkur við Þröskuld þaðan sem ekið verður tilbaka til Reykjavíkur.

Bókanir í síma 864 0412 (9-17) og 561 4012 (kl. 9-14)

Nánari upplýsingar sjá: www.halendisferdir.is

 
Fossaganga UMSB

Fimmtudagskvöldið 8. júlí var fyrsta fossaganga UMSB af fimm í sumar. Gengið var með Bortnsá og fossar skoðaðir t.d. Folaldafoss og Neðstifoss. Á heimleiðinni var komið við hjá fossunum  Mígalda og Paradísrarfossi í Brunná. Alls tóku 23 þátt í göngunni. Næsta ganga verður finntudaginn 22. júlí og verða þá fossar í Fitjaá í Skorradal heimsóttir

 

umfi_34500_1299768106916_1611837768_651956_1576278_numfi_34500_1299768106916_1611837768_651956_1576278_n

Paradísarfoss í Brunná

umfi_35213_1299772667030_1611837768_651963_549187_numfi_35213_1299772667030_1611837768_651963_549187_n

umfi_37306_1299782467275_1611837768_652014_6266864_numfi_37306_1299782467275_1611837768_652014_6266864_n

Gönguhópurinn í Þvottahelli

umfi_37306_1299782507276_1611837768_652015_8020512_numfi_37306_1299782507276_1611837768_652015_8020512_n

Gönguhópurinn

 
HSB ganga á Ekkjuskarð- Fjölskyldan á fjallið

 

HSB ætlar að ganga á Ekkjuskarð n.k laugardag, 3. júlí kl. 09:00 en Ekkjuskarð er hluti af Fjölskyldan á fjallið.
Gengið verður upp með póstkassa og gestabók.

Frekari upplýsingar gefur Jenný í síma 8928807

 

hsb_logohsb_logo

 
HSV og Ferðafélag Ísfirðinga gengu á Kaldbak

 

HSV og Ferðafélag Ísfirðinga gengu í vikunni upp á Kaldbak við Dýrafjörð.  Tilgangi göngunnar fyrir utan þess að njóta náttúrunnar og stunda góða líkamsrækt var að fara upp með póstkassa fyrir verkefni UMFÍ "fjölskyldan á fjallið". 

 

Farið var af stað frá íþróttahúsinu Torfnesi kl 11:00 og ekið yfir í Fossdal í Arnarfirði þar sem ganga hófst.

 

Veðrið hefði mátt vera betra en örlítill strekkingur var og þokusúld á toppi fjallsins. Vegna þokunnar var útsýni á toppi þessa hæsta fjalls Vestfjarða ekkert.  Fjórtán manns kláruðu gönguna á toppinn en fjallið er 998 m hátt. Þrátt fyrir veðrið var fólk hæstánægt með dagsverkið. Í haust verður farin önnur ferð upp á Kaldbak þegar sækja á póstkassann og verður þá reynt að velja flott og bjart veður.

 

Fjölskyldan á fjallið er landsverkefni UMFÍ og hluti af verkefninu Göngum um Ísland.  Tilgangur verkefnisins er að fjölskyldur fari saman í fjallgönguferðir og verji því tíma sama um leið og lögð er rækt við útivist og líkamsrækt. Þau fjöll sem sambandsaðilar UMFÍ hafa lagt til að þátttakendur gangi upp eru flest frekar auðveld uppgöngu en miserfið. Póstkassa með gestabókum er að finna á rúmlega tuttugu fjöllum víðsvegar um landið.

 

Eru allir þátttakendur hvattir til að skrifa nafn sitt í gestabækurnar því heppnir göngugarpar verða dregnir úr þeim hópi og þeir veglega verðlaunaðir. Frekari upplýsingar um fjöllin og gönguleiðirnar er að finna á gagnvirku landakorti á vefnum www.ganga.is .

 

Innan landssvæðis HSV eru tvö fjöll í leiknum og er hitt fjallið er Sauratindar sem eru upp af Sauradal og Arnadal (sjá á korti www.ganga.is).  Fljótlega verður svo gengið með póstkassann upp á Sauratinda og ef einhverjir hafa áhuga á því að ganga þangað upp eru þau beðin um að vera í sambandi við framkvæmdarstjóra HSV.

 

 umfi_QM1T8484umfi_QM1T8484                            3567737_hsv-_ganga_13567737_hsv-_ganga_1

 Myndir: Hópurinn á toppi Kaldbaks með póstkassann góða.

 
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Síðasta >>

Síða 13 af 31
Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn