Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Fréttir
Nýjar gönguleiðir komnar inná vefinn

Búið er að bæta við 25 nýjum gönguleiðum á höfuðborgarsvæðinu.

Gönguleiðirnar eru komnar úr bókinni 25 gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu sem gefin var út á þessu ári.

Einnig er að finna upplýsingar um hvaða strætó á að taka til að komast á tiltekna gönguleið.

 
Ganga Ferðafélagsins Norðurslóðar 4.september

Þá er komið að næstu göngu Ferðafélagsins Norðurslóðar. Hún verður farin næstkomandi laugardag, þann 4. september og litið á Jökulsá að austan.

Gengið verður frá Vestaralandi í Öxarfirði upp með Jökulsá, að Gloppu.

Þetta verður létt og skemmtileg fjölskylduganga um fáfarnar slóðir í ævintýralegu og undurfallegu umhverfi Jökulsárgljúfra. Takið með ykkur nesti og nýja, vel þjálfaða skó.

Mæting við Vestaraland kl. 13:00.

 

Veðurspáin er góð og vonast eftir góðri þátttöku.
 
Styktarganga Göngum saman sunndaginn 5. september


Styktarganga Göngum saman

sunndaginn 5. september

Gengið til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini á sjö stöðum á landinu

Sunnudaginn 5. september verður árleg styrktarganga Göngum saman. Í  ár verður gengið á sjö stöðum á landinu, Reykjavík, Patreksfirði, Ísafirði, Hólum í Hjaltadal, Akureyri, Reyðarfirði og Höfn.  Þátttakendur eru beðnir um að greiða kr. 3.000 og renna göngugjöldin óskipt í styrktarsjóð félagsins. Öll vinna við undirbúning og framkvæmd er unnin af sjálfboðaliðum. Lagt verður af stað kl.11 frá öllum stöðum.

Reykjavík

Gangan hefst við Perluna en þar sem brassband mun leiða göngumenn áleiðis. Í boði verða tvær vegalengdir, 10 km flugvallarhringur og 3,5 km um Öskjuhlíð. Að lokinni styttri göngunni  verður leikþáttur fyrir börn við Perluna en einnig munu harmónikuleikarar gleðja þá sem taka flugvallarhringinn.

Patreksfjörður

Gengið verður frá íþróttahúsinu Bröttuhlíð upp í Mikladal og til baka,  3 km, 5 km eða 7 km. Að lokinni göngu fá göngugarpar frítt í sundlaugina.

Ísafjörður

Ganga hefst við gamla sjúkrahúsið og verða tvær vegalengdir í boði, 3 km og 7 km.

Hólar í Hjaltadal

Gengið verður frá Háskólanum á Hólum val um 3 km eða 7 km göngu um skóglendi og nágrenni Hólastaðar. Að lokinni göngu fá göngugarpar frítt í sundlaugina á Hólum.

Akureyri

Gengið frá hátíðasvæðinu í Kjarnaskógi - ofan við aðalleiksvæðið. Þrjár vegalengdir í boði. 2,2 km, 4 km og 6 km.

Reyðarfjörður

Ganga hefst við Stríðsárasafnið og val um 3 km og 5 km. Forskráning í gönguna verður í Molanum föstudaginn 3.september frá 14 – 17.

Höfn

Gengið verður frá sundlauginni og fá göngugarpar frítt í laugina að lokinni göngu. Val um 3 km  eða 7 km. Óvænt sprell við upphaf göngu!


 

Göngum saman

Göngum saman á rætur í grasrótarstarfi 22ja kvenna sem tóku þátt í Avon göngu í New York í október 2007 en þar var gengið til fjáröflunar fyrir rannsóknir og meðferð á brjóstakrabbameini. Upphafsmaður er dr. Gunnhildur Óskarsdóttir en hún greindist með brjóstakrabbamein fyrir rúmum áratug síðan. Í september 2007 var styrktarfélagið Göngum saman formlega stofnað og stefnan sett á að veita árlega rannsóknarstyrki. Fjöldi félaga nálgast nú fjórða hundraðið.

Í október mun Göngum saman veita íslenskum rannsóknaraðilum styrki að fjárhæð kr. 5.000.000. Þetta er fjórða árið sem félagið veitir styrki en frá stofnun hefur Göngum saman úthlutað alls 12 milljónum króna til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.

Hópurinn hefur lagt áherslu á gildi hreyfingar og eru göngur jafnan ríkur þáttur í fjáröflun félagsins. Göngur eru ekki einungis fjáröflunarleið, félagsmenn ganga saman vikulega sér til heilsubótar og nú á fjórum stöðum á landinu, í Reykjavík, Borgarnesi, Akureyri og Dalvík og eru göngurnar auglýstar á heimasíðu félagsins.

Styrktargangan í september er helsta fjáröflunarleiðin og mikilvægt að sem flestir taki þátt.  Brjóstakrabbamein snertir fleiri en þá sem greinast og líklega er vandfundinn sá Íslendingur sem sjúkdómurinn hefur látið ósnortinn. Á Íslandi fer nú fram öflugt rannsóknarstarf sem vert er að styrkja.

Nánari upplýsingar um göngurnar er að finna á  www.gongumsaman.is undir Stóra gangan

Margrét Baldursdóttir,   Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ,   699 3253

 
Grunnskólaganga UMFÍ

Grunnskólaganga UMFÍ

Ákveðið hefur verið að ljúka almenningsíþróttaverkefni sumarsins á vegum UMFÍ „Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda og ganga“ á „Grunnskólagöngu UMFÍ“. Markmið göngudagsins er að vekja grunnskólabörn til umhugsunar um þær gönguleiðir sem eru í nágrenni síns skóla sem og í sveitarfélaginu. Hægt er að nálgast upplýsingar um gönguleiðir í sveitarfélaginu á vefnum ganga.is undir reitnum ,,göngukort“. Fyrirhugað er að nemendur hafi áður en að göngudeginum kemur, unnið verkefni sem felst í því að nemendur vinni í hópum að því að finna nýjar gönguleiðir, sem ekki er að finna á vefnum ganga.is, í nágrenni skólans eða í viðkomandi sveitarfélagi. Nemendurnir taka myndir af leiðinni, tímamæla hana og gera stutta lýsingu á henni. Þegar hópurinn hefur lokið verkefninu senda þeir upplýsingarnar ásamt mynd af hópnum sem vann að verkefninu á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . UMFÍ mun senda skólunum skilti sem setja á niður við upphaf hverrar gönguleiðar og þar að auki fær hver hópur viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Allar þær gönguleiðir sem nemendur skila inn til UMFÍ verða settar inn á vefinn ganga.is undir nafni viðkomandi skóla. Dagana 8. – 15. september geta skólarnir valið einn dag til að ganga þá gönguleið sem þeir gerðu grein fyrir.

Verkefnið í hnotskurn

Verkefni fyrir grunnskólabörn:

  • Nemendur vinna í hópum við að finna gönguleið í nágrenni skólans eða sveitarfélaginu  sem ekki er á ganga.is
  • Nemendur taka nokkrar myndir af gönguleiðinni
  • Nemendur tímamæla hve lengi þau eru að ganga leiðina                                       
  • Tekin er mynd af þeim hópum sem taka þátt í verkefninu

Ávinningur af þátttöku í verkefninu:

  • Leiðin verður sett inn á vefinn ganga.is undir nafni viðkomandi skóla
  • Bestu verkefnin verða sett í göngubók sem gefin er út árlega af UMFÍ
  • UMFÍ mun setja skilti við upphaf gönguleiðarinnar
  • Hópur sem sendir inn gönguleið fær viðurkenningu frá UMFÍ

 

 
Gönguferð til Perú!

ÍT ferðir bjóða nú upp á spennandi göngu og ævintýraferð um fallegustu og þekktustu svæði Perú. Í þeirri ferð er meðal annars genginn Inkavegurinn, farið í „Sacred Valley“, gengið um Colca Canyon, Mount Misty, Santa Cruz leiðin verður genginn og fleira.

 

Verð og frekari upplýsingar má nálgast með því að hringja í síma 588-9900 eða senda póst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 

Aðeins eru 16 sæti í boði!

 

ÍT ferðir

Mörkinni 3

108 Reykjavík

 

umfi_peru_tvumfi_peru_tv

 
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Síðasta >>

Síða 12 af 31
Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn