Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Fréttir
Allt hvítt í Hrafntinnuskeri

Í fyrrinótt var bylur í Hrafntinnuskeri og þegar göngufólk vaknaði þar i morgun var allt orðið hvítt í næsta nágrenni skálans. FÍ brýnir fyrir göngufólki að vera vel búið á gönguferðum nú á haustdögum og kanna vel veðurspá áður en haldið er til fjalla.

Fyrstu haustlægðirnar hafa verið að ganga yfir landið en í þeim getur orðið vonskuveður á fjöllum og ekkert ferðaveður.

 
UMSB stendur fyrir göngu á Skessuhorn 23. ágúst

Ungmennasamband Borgarfjarðar, UMSB, stendur fyrir göngu á Skessuhorn á laugardaginn kemur, 23. ágúst.  Hátindurinn er 963 m. Heildargöngutími  6– 7 klst. Gönguhækkun 900 m. Mæting við  þjóðveg fyrir ofan Efri-Hrepp. Gangan hefst klukkan 13.

 Skessuhorn telja margir tilkomumesta hluta Skarðsheiðarinnar og hefur tindurinn sá freistað margra í áranna rás.  Þegar á hátindinn (963 m) er komið má njóta útsýnis eins og veður og skyggni leyfir jafnt nær sem fjær.

 
Selvogsgata-gömul þjóðleið

Selvogsgata-gömul þjóðleið

Gönguverkefnið af stað á Reykjanesið stendur fyrir menningar- og sögutengdri gönguferð sunnudaginn 24. ágúst kl. 11. Gangan hefst við slysavarnaskýli á Bláfjallaleið, neðan Grindarskarða. (Til að komast á upphafsstað göngu er ekið frá Hafnarfirði, Krýsuvíkurleið þangað til að komið er að stóru skilti sem á stendur Bláfjöll þar er beygt til vinstri og ekið í um 10 mín. að slysavarnaskýli).

 Gengið verður frá Grindarskörðum að Hlíðarvatni í Selvogi. Selvogsgatan er gömul þjóðleið milli Hafnarfjarðar og Selvogs. Þessi hluti leiðarinnar er um 18 km og tekur um 6-7 tíma. Svæðið býr yfir minjum, mögnuðum sögum og fróðleik sem Sigrún Jónsd. Franklín mun miðla á leiðinni. Gott er að vera með nesti og í góðum skóm. Allir eru á eigin ábyrgð. Ekið með rútu til baka frá Hlíðarvatni. Þátttöku- og rútugjald er kr. 2500.

 Gangan er fjórði hluti af sex menningar- og sögutengdum gönguferðum um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum sem farnar eru á tímabilinu 1.ágúst – 7. sept. ´08. Boðið er upp á þátttökuseðil þar sem göngufólk safnar stimplum fyrir ferð í hverju sveitarfélagi. Þegar búið verður að fara 3 - 6 ferðir verður dregið úr seðlum og einhverjir þrír heppnir fá góð gönguverðlaun. Dregið verður í sjöttu ferð. Göngufólk er beðið um að muna eftir að taka þátttökuseðla með í ferðir. Sjá nánar um ferðir á www.sjfmenningarmidlun.is

 
FÍ stendur fyrir ratleik í hlíðum Esjunnar

 

Ferðafélagið stendur þessa dagana fyrir ratleik í hlíðum Esjunnar. Tilvalið er fyrir fjölskylduna að fara saman í gönguferð á Esjuna og finna lausn á ratleiknum.  Um er að ræða fimm  pósta sem þarf að finna og á hverju þeirra er létt spurning sem þarf að svara.

Takið með ykkur blað og penna og skrifið niður rétt svör og sendið á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.  og spron.is/ratleikur. Vegleg verðlaun eru veitt í lok sumars þegar dregið er úr réttum svörum.  Fyrsta póstinn er að finna ekki langt frá skiltinu við bílastæðið.

 

 
Göngum saman um verslunarmannahelgina
Sunnudaginn 3. ágúst verður gengið frá Ólafsfirði yfir í Héðinsfjörð og úr Héðinsfirði yfir á Siglufjörð.

Farið verður frá Siglufirði kl. 07:00 með rútu til Ólafsfjarðar.

Frá Ytri-Á verður lagt af stað í gönguna um 08:00.  Gengið verður um Rauðuskörð yfir í Héðinsfjörð.  Í Héðinsfirði verður búið að kveikja upp í grilli þegar göngugarpar koma niður og þar verður snædd dýrindis máltíð.  Veiddur verður silungur í vatninu og hann settur spriklandi á grillið.  Eftir þessa dásamlegu næringu verður svo göngunni haldið áfram yfir Hestskarð á Siglufjörð. Gangan er um 8-9 klst.

Það er stutt í að Héðinsfjörður verði ekki lengur eyðifjörður. Komdu og njóttu þessarar náttúruperlu áður en Héðinsfjarðargöng verða tekin í notkun.

Kostnaður við rútu og næringu í Héðinsfirði er 5.000 sem greiðist við skráningu. Skráðu þig í síma 898-3310 (Ásdís) eða á netfangið Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Skráningu líkur 27. júlí. 
 
<< Fyrsta < Fyrri 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Næsta > Síðasta >>

Síða 29 af 31
Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn