Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Fréttir
Myndakvöld FÍ miðvikudag 24. september

Myndakvöld Ferðafélags Íslands verður haldið miðvikudag 24. septembe í húsakynnum félagsins og hefst klukkan 20.

Jóhannes Ellertsson langferðabílstjóri og ferðafélagi sýnir kvikmyndir úr ferðum félagsins, allt frá árinu 1958.  Jóhannes sem var á meðal fyrstu manna á landinu sem eignaðist kvikmyndatökuvél og tók fjölmargar kvikmyndir á ferðum sínum með félaginu. Ótal margir gamlir og góðir félagsmenn koma við sögu í þessari sýningu Jóhannesar sem sýnir á skemmtilegan hátt stemmingu í ferðum, búnað, leiðsögn og fleira.

  Aðgangseyrir á myndakvöldið er kr. 600. Innifalið er kaffi og meðlæti.  Allir velkomnir.

 
Gengi á Kvígindisfell með Ferðafélagi Íslands

Ferðafélagið efnir til göngu á Kvígindisfell (783 m) sunnudaginn 21. september. Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 10.30. Kvígindisfell er á mörkum Árnessýslu og Borgarfjarðarsýslu, nálægt Uxahryggjaleið, um klukkustundar akstur frá Reykjavík.

Mjög víðsýnt er af fjallinu, en til þessa hefur ekki verið ýkja tíðförult á það. Í hittiðfyrra lauk Ferðafélagið stikun gönguleiðar á Kvígindisfell og á næstu dögum setur félagið upp upplýsingaskilti um fjallið og útsýni af því við uppgöngustað í Víðikerum (rétt hjá eldri Uxahryggjavegi sem haldið verður opnum í framtíðinni). Ganga á Kvígindisfell telst fremur létt. Hækkun frá uppgöngustað er 443 m.

Bent skal á lýsingu á gönguleiðinni á Kvígindisfell (ásamt korti af leiðinni) í riti Leifs Þorsteinssonar, Gönguleiðir upp úr botni Hvalfjarðar (s. 49), sem gefið var út 2007 í ritröðinni Fræðslurit Ferðafélags Íslands (rit nr. 14).

Fararstjóri í göngunni er Ingi Sigurðsson.

Farið er á einkabílum en þátttakendur safnast saman í bíla fyrir brottför.

Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.

 

 
Af stað á Reykjanesið - Hvalnesvegur 7 km

Menningar- og sögutengd gönguferð sunnudaginn 7. september kl. 11. Mæting er við SBK hjá Duushúsum í Keflavík.

 

Ekið verður með rútu að Melabergi og gengið þaðan gömlu þjóðleiðina frá Hvalsnesi til Keflavíkur. Hluti leiðarinnar, vetrarleiðin, er vel varðaður en nú á að rekja elsta hluta götunnar, sumarleiðina, sem er enn vel mörkuð í landslagið. Leiðin býr yfir mögnuðum sögum og fróðleik sem Sigrún Jónsdóttir Franklín mun miðla á leiðinni.

 

Hvalsnesvegur er á kafla innan varnargirðingar og hefur því ekki verið aðgengilegur í langan tíma.

 

Áætlað er að gangan taki  ca. 3 - 4 klst. með stoppum. Þátttöku- og rútugjald kr. 1500. Frítt fyrir börn. Gott er að hafa með sér nesti og vera í góðum skóm. Allir eru á eigin ábyrgð.

 

Gangan er síðasti hluti af menningar- og sögutengdum gönguferðum um gamlar þjóðleiðir á Reykjanesskaganum sem farnar hafa verið á tímabilinu frá 1.ágúst – 7.sept.

 

Þátttakendur hafa safnað stimplum fyrir ferð í hverju sveitarfélagi á þátttökuseðil og þeir sem hafa farið 3 - 6 þjóðleiðir getra verið með í potti sem dregið verður úr í Hvalsnesgöngunni. Þrír vinningar í boði frá Cintamani og Bláa Lóninu.

 

Allir eru velkomnir í Hvalsnesgöngu.

 
Gengið upp á Óshyrnu

 

Farið verður í skipulagða fjallgönguferð upp á Óshyrnu á laugardag, en það er eitt af þeim fjöllum sem er að finna í „Sigraðu sjálfan þig“ í fjallapassanum svokallaða. Er fjallgangan hluti að þeim hreyfitilboðum sem eru í boði í tengslum við verkefnið Hreyfing fyrir alla og leikinn Fjallapassann sem Heilsuefling í Ísafjarðarbæ sér um að skipuleggja. Leiðsögumaður verður Harpa Grímsdóttir hjá Snjóflóðasetrinu.

Laugardaginn 6. september er svo áætlað að fara á Sauratinda sem eru fyrir ofan Súðavík og laugardaginn 13. september verður farið á Kaldbak sem er hæsti tindur Vestfjarða. „Þessar gönguleiðir eru fyrir alla þá er eru í þokkalegu líkamlegu ásigkomulagi og eru væntanlegir göngugarpar minntir á að klæðast eftir veðri og að taka með sér nesti“, segir í tilkynningu.

Skráning þátttöku fer fram hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála, í síma 4508060 og er þátttökugjald í gönguferðina 800 kr. sem greiðist við brottför. Rútu ferðir verða frá Ísafirði, Flateyri, Suðureyri, Þingeyri, Súðavík, Bolungarvík – ef næg þátttaka fæst. Lagt verður af stað frá Ísafirði kl. 12 en nánari tímasetning á brottför frá hverjum stað er gefin við þátttökuskráninguna.

Nánari upplýsingar um gönguleiðirnar er að finna í Sigraðu sjálfan þig fjallapassanum og á vefsíðunni www.fjallapassinn.is.

 
Hákambar í Svarfaðardal með Ferðafélagi Akureyrar

30. ágúst stendur Ferðafélag Akureyrar fyrir göngu um Hákamba í Svarfaðadal. Ekið er á einkabílum að Atlastöðum í Svarfaðardal. Þaðan er gengið fram dalinn sunnan ár og upp brattar skriður uns komið er á fjallsbrún gegnt Unadal.

Útsýn er hér geysi mikil og sér niður yfir Höfðaströnd og yfir Skaga. Áfram er haldið um Hákamba og komið á slóð Heljardalsheiðar og henni fylgt niður til byggða við Kot.

 

Fararstjóri: Grétar Grímsson.

:

Brottför kl. 8.00

 
<< Fyrsta < Fyrri 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Næsta > Síðasta >>

Síða 28 af 31
Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn