Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Fréttir
Fimmvörðuháls frá Skógum yfir í Þórsmörk með FÍ í sumar

Ferðafélag Íslands stendur fyrir göngum úr Fimmvörðuhálsi frá Skógum yfir í Þórsmörk í sumar. Ekið að morgni laugardags kl. 8 frá Mörkinni 6 að Skógum undir Eyjafjöllum og gengið yfir Fimmvörðuháls og í  Þórsmörk.

Rútan flytur farangur í Langadal og sækir göngumenn þangað sem komið er niður í Bása. Gist í Skagfjörðsskála. Farið í morgungöngu á sunnudegi og haldið til Reykjavíkur um hádegi. Sameigin grillveisla um kvöldið, varðeldur og kvöldvaka.

Dagsetningar í göngurnar eru sem hér segir. 13. – 14. Júní,  27. júní -28. júní , 11. – 12. júlí,  25. – 26. júlí,  8.-9.. ágúst

Verð:  22.000/ 24.000                              
Innifalið: Gisting, rúta, fararstjórn og grillveisla.

 
Af stað á Reykjanesið 3. ferð Ketilstígur

Af stað á Reykjanesið: 3. ferð, laugardaginn 23. maí, kl. 11, Ketilsstígur, Seltún/ Krýsuvík að katlinum og til baka  - 7 km.
 
Upphafsstaður: Akið Krýsuvíkurveg að skilti sem á stendur Seltún, hverasvæði í Krýsuvík rétt við suðurenda Kleifarvatns.
 
Ketilstígur er hluti af þjóðleið milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar. Á leiðinni verður gengið framhjá Arnarvatni, um Sveifluháls að katlinum sem leiðin dregur nafn sitt af.. Genginn hringur til baka með útsýni yfir Móhálsadal og Núpshlíðarhálsinn.

Svæðið býr yfir kyngimagnaðri náttúru, minjum og sögum sem Sigrún Jónsd. Franklín mun miðla á leiðinni. Áætlað er að gangan taki  ca. 3 - 4 klst. með fræðslustoppum. Frekar auðveld leið. Gott er að vera með nesti og í góðum skóm. Allir eru á eigin ábyrgð. Þátttökugjald kr. 1.500.

Frítt fyrir börn. Tilvalið er að taka með sér myndavél því litadýrðin og útsýnið er stórkostlegt.

Gangan er þriðja ferð af tólf menningar- og sögutengdum gönguferðum um hluta af gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaganum sem farnar verða með leiðsögn sumarið ´09. Boðið er upp á þátttökuseðil þar sem göngufólk safnar stimplum fyrir hverja ferð.

Þegar búið verður að fara 6 - 12 gönguleiðir verður dregið úr seðlum og einhverjir þrír heppnir fá veglega vinninga. Dregið verður í síðustu göngu. Þátttakendur eru beðnir um að muna efti að taka þátttökuseðla með í ferðir.

Allir velkomnir.

Nánari upplýsingar um ferðir
Sigrún Jónsd. Franklín    
www.sjfmenningarmidlun.is
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. /gsm 6918828

 
Árleg ferð Ferðafélagsins á Hvannadalshnjúk

Árleg ferð á Hvannadalshnjúk (2.110) sem hefur notið mikilla vinsælda verður farin 30. maí. Ekið verður á einkabílum austur í Öræfi föstudagskvöldið 29. maí og er gisting að eigin vali.

Gengin verður Sandfellsleið og hefst fjallgangan kl 04:00 við bílastæðið við Sandfell á laugardeginum. Hæðarhækkun eru rúmir 2000 metrar og er gert ráð fyrir að gangan taki í heild 12 til 15 klukkustundir. Heitur grillmatur og svalardrykkir bíða við rætur fjallsins.


Helsti útbúnaður: Skór með góðum sóla, mannbroddar, klifurbelti, ísöxi, sólgleraugu, sólaráburður, skjólgóður fatnaður og nesti. Nánari útbúnaðarlisti verður sendur með tölvupósti.

Undirbúningsfundur 27.  maí kl 20 í Mörkinni
Skráning og greiðsla fyrir 1. maí.

Þátttaka í dagsferðum FÍ og reglulegar fjallgöngur góður undirbúningur fyrir ferðina.  Sjá undirbúningsáætlun FÍ fyrir ferðina á heimasíðu FÍ.

Verð kr 12.000/15.000 án gistingar og búnaðar.  Búnaður fæst leigður hjá FÍ. Takmarkað magn.


Innifalið í verði: Fararstjórn, grill og svaladrykkir eftir göngu og bolur.

 

 
Hvarfshnjúkur - Svarfaðardalur 10. maí með Ferðafélagi Akureyrar
Ekið að bænum Syðra-Hvarfi í Skíðadal og gengið þaðan upp á hnjúkinn. Þar er víðsýnt yfir dalina. Síðan er gengið norður og niður með ánni að bænum Hofsá.

Fararstjóri: Konráð Gunnarsson.

Verð: kr. 1.000 / 1.500

Brottför frá FFA kl. 9.00

 
Reykjanesið - Menningar- og sögutengdar gönguferðir í sumar
Síðastliðin þrjú sumur hefur verið boðið upp á gönguverkefnið AF STAÐ á Reykjanesið   menningar- og sögutengdar gönguferðir með leiðsögn um hluta af gömlu þjóðleiðunum á  Reykjanesskaganum. Ferðirnar hafa verið vel sóttar og áhugi fólks mikill á að kynnast náttúru og sögu Reykjanesskagans. Í sumar verður boðið upp á 12 ferðir. Í maí verða fjórar ferðir. Ferðirnar verða á laugardögum frá 9.- 30. maí og byrja kl. 11. Sjá nánar um ferðir á www.sjfmenningarmidlun.is

1. ferð laugardaginn 9. maí  kl. 11, Selvogsgata. Mæting við Kaldársel í Hafnarfirði. 
Gengið verður um hluta Selvogsgötunnar, hina gömlu þjóðleið milli Hafnarfjarðar og Selvogs. Um er að ræða  3.- 4. klukkustunda gönguferð frá Kaldárseli að Bláfjallavegi neðan Grindarskarða. Gengið er í helluhrauni, sem er ágætt yfirferðar og í láglendi.

Á þessu svæði er margt að skoða, s.s gjár, misgengi, Helgadalur, landnámstóftir, Valaból, Músarhellir, Mygludalir o.m.fl.


Ferðirnar taka yfirleitt 3 – 4 tíma með fræðslustoppum nema annað sé tekið fram. Gott er að vera með nesti og  í góðum skóm. Allir eru á eigin ábyrgð í ferðum. Hugmyndin er að göngufólk fái stimpil fyrir hverja ferð á þátttökuseðil. Eftir 6 -12 gönguferðir er hægt að skila seðli og vera með í potti sem dregið verður úr í síðustu göngu sumarsins. Þrír  vinningar, m.a. útivistarvörur verða í boði.


Mæting í ferð er við upphafsstað göngu. Ekið verður með þátttakendur í rútu til baka. Þátttökugjald er kr. 1.500 nema annað sé tekið fram. Frítt fyrir börn. Hver ferð verður kynnt nánar þegar nær dregur og eins ef um breytingar er að ræða þá má sjá það á www.sjfmenningarmidlun.is 

 
<< Fyrsta < Fyrri 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Næsta > Síðasta >>

Síða 23 af 31
Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn