Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Pílagrímaganga á morgun og messa eftir hana í Reykholti

Safnast verður saman til pílagrímagöngu við Stóra-Áskirkju í Hálsasveit kl. 9 á morgun, sunnudag og lagt af stað eftir stutta helgistund og gengið niður í Reykholt. Gengið verður suður yfir hálsinn  ofan við Stóra Ás og niður Hálsasveit áleiðis í Reykholtsdal eftir malarveginum. Á leiðinni er fallegur foss í Reykjadalsá, Giljafoss, þar sem gaman er að á. Leiðin er greiðfær og þægileg, vegalengdin er um 15,7 km og göngutími því 3-4 klukkustundir. Áætlaður komutími í Reykholt er kl. 12:30 – 13:00. Hátíðarmessa verður í Reykholtskirkju þennan dag, sem er boðunardgur Maríu guðsmóður. Pílagríma bíður hressing í safnaðarsal kirkjunnar áður en gengið er til messu ef þeir vilja taka þátt í henni. Sungin verður Missa de Angelis, englamessan. Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur syngur við messuna. Organisti er Dóra Erna Ásbjörnsdóttir. Prestar  Hvanneyrar-, Stafholts- og Reykholtsprestakalls þjóna að athöfninni.

 

Veðurútlit fyrir morgundaginn er ágætt, suðlæg átt, hlýtt en rigning með köflum.

 

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn