Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Verkefninu lýkur í dag

 

Kæru þátttakendur í verkefninu

Hættu að hanga!Komdu að hjóla synda eða ganga!

Gaman er að sjá hversu margir eru að nýta sér skráningakerfið inn á ganga.is til að halda utan um sína hreyfingu. Margir hafa nú þegar fengið viðurkenningu fyrir sína hreyfingu en þeir sem hreyfa sig í 30 daga fá sent til sína bronsmerki, silfurmerki fyrir 60 daga og gullmerki fyrir 80 daga. Einnig eru veittar viðurkenningar fyrir þá sem ganga á 5 fjöll 10 fjöll og 20 fjöll. Greinilegt er að fjallganga er eitthvað sem er inn í dag þar sem mjög margir eru að ganga á fjöll nú um stundir. Dæmi eru um einstaklinga sem hafi skráð að þeir hafi gengið á hátt í 90 föll. Fjölmargt annað er að finna inn á ganga.is t.d. göngukort en þar er að finna hugmyndir um fjölmargar gönguleiðir um allt land.  Einnig er að finna þar fróðleik um ýmislegt sem þarf að hafa í huga áður en  farið er af stað í gönguferð.

Verkefninu lýkur formlega í dag 15. september því eru allir hvattir til fara yfir og athuga hvort þið hafið gleymt að skrá inn einhverja daga. Mikilvægt er að hafa í huga að hægt er að skrá aftur í tímann. Þannig að ef þið hafa t.d. gleymt að skrá inn hreyfingu fyrir 25. júlí  þá getið þið bætt út því.

Þó að verkefninu ljúki í dag þá verður enn hægt að skrá inn hreyfingu og halda þannig lista yfir sína hreyfingu út árið.

Gangi ykkur vel og haldið áfram að vera svona dugleg

ganga.isganga.is

 

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn