Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Haustganga Ungmennafélagsins Íslendings

Haustganga Ungmennafélagsins Íslendings

 

Nú ætlum við í tilefni af 100 ára afmæli Ungmennafélagsins Íslendings að efna til viðburðar sem samanstendur af göngu, sundi og mat.  Fyrirhugað er að fara í göngu laugardaginn 17. september sem endar svo í Hreppslaug í sund og mat.

Fyrirhugað er að ganga gömlu þjóðleiðina yfir Skarðsheiði sem liggur upp Leirárdalinn og munu Jóhannes og Guðrún í Efri-Hrepp leiða gönguna.  Gangan er áætluð um 4 klst. og er um 20 km og 450 m hækkun á leiðinni.  Þetta er áætluð meðalerfið ganga á mælikvarða ferðafélaga.  Gangan getur því verið fjölskylduganga en foreldrar verða að meta hvort þeirra börn ráði við þetta ferðalag.  Fólk fer á eigin ábyrgð í þessa göngu og börn eru að sjálfsögðu á ábyrgð fullorðinna.

Skipulagið verður þannig að farið verður með rútu frá Hreppslaug kl. 10 að laugardagsmorgni og keyrt suður fyrir Heiði.  Rútuna höfum við svo fólk þurfi ekki unnvörpum að fara að sækja bíla eftir gönguna og geti notið þess að slappa af í sundlauginni fyrir matinn.  Hins vegar er frjálst að keyra sjálfur eða láta keyra sig á staðinn. Er þá beygt til vinstri á Skorholtsmelum og ekið upp að fjalli (ekki gott fólksbílafæri). Áætlað er að vera komin í Hreppslaug milli kl. 15 og 16.

Það þarf að muna að klæða sig vel, vera í góðum skóm og taka með sér drykki og nestisbita.  Einnig að muna eftir sundfötunum (en þau getum við skilið eftir í Hreppslaug).

Það þarf að skrá sig í þessa ferð, í þrennu lagi, rútuna, gönguna og matinn.  Verð: Fyrir rútu 800 kr., fyrir mat 1.200 kr.  Frítt í göngu og sund!

Skráningarfrestur til loka fimmtudagsins 15. september, hjá Helga Birni í síma 7702068 eða netfang Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Ef okkur hins vegar líst ekki á veðurspána verður ferðinni frestað eða aflýst og látið þá vita á föstudeginum.

Ganga – synda – borða, hljómar vel!

Ungmennafélagið Íslendingur

 

 

images-stories-umfi_deildargil_-_umsb-446x293images-stories-umfi_deildargil_-_umsb-446x293

 

 

 

 

 

 

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn