Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

AF STAÐ á Reykjanesið

AF STAÐ á Reykjanesið; gönguhátíð í umdæmi Grindavíkur um verslunarmannahelgina.

 

Boðið verður upp á  fjórar gönguferðir með leiðsögn frá föstudegi  til mánudags:

 

Föstudagur 29. júlí: Skógarferð, Mæting við Selskóg kl. 20:00 fyrir neðan fjallið Þorbjörn,  (Fjallað verður um skógrækt í Selskógi  o.fl.

fróðlegt,  1-2 tíma stutt ganga, ekkert  þátttökugjald.

 

Laugardagur 30. júlí: Strandgönguferð, (Krýsuvíkurberg).  Mæting við tóftir Krýsuvíkurkirkju á Krýsuvíkurleið, kl. 11:00 ekið á einkabílum að Selöldu og gengið þaðan að Krýsuvíkurbergi , 3-4 tíma ganga.

 

Sunnudagur 31. júlí: Seljaferð, (Hraunsel).  Mæting við Ísólfsskála kl.

11:00 sem er 10 km austur af Grindavík á Krýsuvíkurleið. Ekið þaðan á einkabílum að Méltunnuklifi og gengið að Hraunseli, um 4 tíma ganga.

 

Mánudagur 1. ágúst: Hellaferð (Bálkahellir og Arngrímshellir), Mæting kl. 11:00 við Litlu Eldborg, á Krýsuvíkurleið í átt að Selvogi, 3-4 tíma ganga. Þátttakendur mæti  með ljós og höfuðfat.

 

Mælt er með að vera í góðum gönguskóm og taka með sér nesti í ferðir.

Allir eru á eigin ábyrgð í ferðum.

 

Þátttökugjald í hverja ferð kr. 1.000, frítt fyrir börn.

Leiðsögumaður, Sigrún Jónsd. Franklín, gsm 6918828. Nánar um ferðir á www.sjfmenningarmidlun.is og  tjaldsvæði, veitingar og aðra þjónustu á www.grindavik.is

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn