Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! Hefst 5. júní

hjolamadurhjolamadur

 

Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! er verkefni sem fer fram dagana 5. júní til 15. september 2011. Verkefni fór fyrst af stað á síðasta ári og voru undirtektir góðar. Megintilgangur verkefnisins er að hvetja einstaklinga, fyrirtæki, fjölskyldur og hópa til að hreyfa sig og stunda heilbrigða lifnaðarhætti. Þátttakendur skrá inn þá hreyfingu sem þeir stunda inn á vefinn ganga.is. Sú hreyfing sem hægt er að skrá er hjóla a.m.k. 5 km, synda 500 m, ganga eða skokka 3 km og ganga á fjöll.Fyrir að hreyfa sig í 30 skipti fá þátttakendur bronsmerki, silfurmerki fyrir 60 skipti og gullmerki fyrir 80 skipti. Einnig eiga þátttakendur kost á öðrum veglegum verðlaunum fyrir þátttöku sína. Öllum er heimil þátttaka óháð aldri en hægt er að velja milli þátttöku í einstaklingskeppni, hópakeppni eða fyrirtækjakeppni. UMFÍ hvetur alla til að taka þátt í verkefninu – Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga!

 

Munið að skrá ykkur : )

 

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn