Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Pílagrímsgöngur milli kirkna í Borgarfirði

 

Flottur_hpur__gnguFlottur_hpur__gngu

 

Sunnudaginn 13. mars hófust pílagrímsgöngur á milli kirkna í Borgarfirði. Er þetta samstarfsverkefni sóknarprestanna í Hvanneyrar-, Reykholts- og Stafholtsprestakalli. 

 Góð þátttaka hefur varið í göngurana sem hófust 13. mars með göngu á milli Stafholtskirkju og Hjarðarholtskirkju. Næsta ganga er á milli Gilsbakkakirkju og Stóru Áskirkju 21. apríl.

Allar pílagrímsgöngur hefjast kl. 10. Þess má að lokum geta að sóknarprestarnir í Borgarfirði verða síðan með sameiginlegt helgihald í Reykholtskirkju kl. 23.30 laugardaginn 23. apríl til undirbúnings páskum.

 

Dagskrá pílagrímsgangnanna er svona vorið 2011  

 13. mars kl. 10 Stafholtskirkja - Hjarðarholtskirkja       

 20. mars kl. 10 Hjarðarholtskirkja - Norðtungukirkja       

 27. mars kl. 10 Norðtungukirkja - Síðumúlakirkja

 17. apríl kl. 10 Síðumúlakirkja - Gilsbakkakirkja

 21. apríl kl. 10 Gilsbakkakirkja - Stóra-Ásskirkja

 23. apríl kl. 10 Stóra-Ásskirkja - Reykholtskirkja

Í sumar verður síðan haldið áfram frá Reykholti og ferðinni þá heitið að Bæjarkirkju, Lundarkirkju og Fitjakirkju til Þingvalla þar sem hópurinn úr Borgarfirði mun sameinumst pílagrímsgöngu sem heldur af stað frá Þingvallakirkju 16. júlí.

Fyrirhugað er að ferðin endi í Skálholtsdómkirkju 17. júlí á Skálholtshátíð, en þá mun verða vígður nýr vígslubiskup til Skálholtsstaðar.

  Frekari upplýsingar er að finna á www.pilagrimar.is

 

 

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn