Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

AF STAÐ á Reykjanesið

 prestprest

 

AF STAÐ á Reykjanesið ferðir í maí 2011  Síðastliðin fimm sumur hefur sjf menningarmiðlun boðið upp á  gönguverkefnið AF STAÐ Á REYKJANESIÐ, menningar- og sögutengdar  gönguferðir með leiðsögn um hluta af gömlu þjóðleiðunum á  Reykjanesskaganum. Ferðirnar hafa verið vel sóttar og áhugi fólks  mikill á að kynnast náttúru og sögu Reykjanesskagans. Fyrstu  ferðir sumarsins verða á sunnudögum frá 1.maí til 29. maí 2011 og  byrja allar kl. 13:00.

  Ferðir: dagsetn: þjóðleið: upphafsstaður: áfangastaður: km

  1. ferð: 1. maí, ALFARALEIÐ. Straumur, Þorbjarnastaðir -  Óttarsstaðaborg. 7 km  (Mæting er við Straum vestan við álverið í Hafnarfirði).

 

  2. ferð: 8. maí, KETILSSTÍGUR. Seltún í Krýsuvík, - Arnarvatn -  Folaldadalir. 7 km  (Mæting er við Seltún í Krýsuvík. Ekið er um Krýsuvíkurveg að  þjónustuhúsunum við Seltún).

 

  3. ferð: 15. maí, PRESTASTÍGUR, Hafnavegur, við Kalmannstjörn, -  Langhóll -  Haugsvörðugjá - gjá milli heimsálfa. 7 km  (Mæting er á bílastæði ofan við fiskeldið miðja vegu milli  Hafna og Reykjanessvita. Ekið er um Hafnaveg).

 

  4. ferð: 22. maí, SKIPSSTÍGUR. Bláa lónið, bílastæði, -  Sjónarhóll - Rauðimelur. 12 km  (Mæting er á bílastæðinu við Bláa lónið við skiltin þar sem  rúturnar stoppa).

 

  5. ferð: 29. maí, ALMENNINGSVEGUR. Kálfatjörn, - Arnarhóll -  Árnavarða. 7 km.

 (Mæting er við Kálfatjarnarkirkju). Ekið er um

 Vatnsleysustrandarveg.)

 

 Ferðirnar taka yfirleitt um 3-4 tíma með fræðslustoppum.

Gengið er að mestu í flatlendi og hrauni. Gott er að vera með nesti  og í góðum skóm. Allir eru á eigin ábyrgð í ferðum. Göngufólk  fær stimpil fyrir hverja ferð á þátttökuseðil. Eftir 3 -5  gönguferðir er hægt að skila seðli og vera með í potti sem  dregið verður úr í síðustu göngunni. Þrír útivistarvinningar  eru í boði. Mæting í ferð er við upphafsstað göngu.

 Þátttökugjald í ferð er kr. 1.000. Frítt fyrir börn. Nánari  upplýsingar um ferðir eða breytingar á ferðum verða á  www.sjfmenningarmidlun.is [1]

 Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa staðið fyrir því að láta gefa  út nýtt göngukort með gömlu þjóðleiðunum á Reykjanesskaga auk  göngubæklinga um; Garðstíg, Sandgerðisveg, Árnastíg og Skipstíg.

Í sumar stendur jafnframt til að merkja sérstaklega upphafsstaði  gönguleiða.Styrktar- og þátttökuaðilar gönguverkefnisins AF STAÐ á

 Reykjanesið: Ferðamálasamtök Suðurnesja, Markaðsstofa Suðurnesja,  FERLIR og sjf menningarmiðlun.

Frekari upplýsingar um ferðirnar er að finna hjá Sigrún Jónsd. Franklín, menningarmiðlari, leiðsögumaður og  kennari, Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. , gsm 6918828, facebook: sjf menningarmiðlun.

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn