Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Grænn Apríl

Grænn Apríl


Íslenskir Fjallaleiðsögumenn taka þátt í Grænum apríl 2011. Grænn Apríl er umhverfisátak þar sem lögð er áhersla á að kynna þekkingu, vöru og þjónustu sem telst vera græn og umhverfisvæn. Árið 2009 fékk fyrirtækið umhverfisverðlaun Ferðamálastofu Íslands fyrir markvissa umhverfisstefnu með það að leiðarljósi að öll ferðamennska á vegum fyrirtækisins sé sjálfbær. Því má með sanni segja að mikil umhverfisvitund ríki í hugum starfsmanna Íslenskra Fjallaleiðsögumanna. Þessa dagana er unnið hörðum höndum að því að fá umhverfisvottunina Vakinn sem er sérstaklega ætluð fyrirtækjum í ferðaþjónustu.

Í tilefni Þátttöku Íslenskra Fjallaleiðsögumanna í Grænum apríl 2011 höfum við ákveðið að bjóða uppá þrjár mismunandi ferðir; Jöklagöngu frá Sólheimajökli með áherslu á fræðslu um bráðnun jökla, Gönguferð um Hengilssvæðið með hugsanlegu hverabaði ef veður leyfir og síðast en ekki síst fjallgöngu á Eyjafjallajökul.
Hvað Jöklagöngu og Hengilssvæðið varðar eru ferðirnar á sérstöku tilboðsverði á völdum dagsetningum og börn yngri en 15 ára, fá frítt í fylgd með fullorðnum  (að hámarki 2 börn á hvern fullorðin einstakling).

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn