Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Fjöll HSÞ í Fjölskyldan á fjallið

 

HSÞ - héraðssamband Þingeyinga hefur tilnefnt tvö fjöll sem koma til með að vera fjöll HSÞ í verkefninu Fjölskyldan á fjallið sem er landsverkefni UMFÍ. Þau fjöll sem gengið verður uppá eru Skollahnjúkur í Aðaldal og Sandfell í Öxarfirði. Gengið verður upp á Skollahnjúk 1. júní og Sandfell 13. júní. Þessar göngur verða auglýstar nánar þegar nær dregur. 

 Ferðafélagið Norðurslóð hefur gert dagskrá yfir sínar göngur í sumar en hana má sjá hér að neðan. Ferðafélagið Norðurslóð hefur séð um að skipurleggja göngu á eitt fjall fyrir HSÞ og verður það Sandfell í ár. 

  

Ferðafélagið Norðurslóð       - Ferðaáætlun 2011

 www.simnet.is/ffnordurslod                      ff Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 29. janúar       Rauðanesganga (einn skór)

Á Rauðanesi í Þistilfirði má sjá ótal fallegar bergmyndanir, hella, gatakletta og fuglabjörg. Auðfarin gönguleið, um 7 km. Lagt upp frá upplýsingaskilti kl. 13:00.

 26. febrúar     Rif á Melrakkasléttu (einn skór)

 Rölt út á sjálfan Rifstangann og litast um heima á Rifi. Mæting við afleggjarann að Rifi kl. 13:00. 

 26. mars          Ásbyrgi (einn skór)

 Ásbyrgi er ægifagurt á öllum árstímum. Mæting við Gljúfrastofu kl. 13:00

 30. apríl          Fuglaskoðunarferð á Langanesi (einn skór)

 Fuglabjörgin iða af lífi og loftið ómar af söng. Mæting að Farfuglaheimilinu Ytra-Lóni kl. 13:00.

 4. júní             Melrakkaslétta, núpar og tangar - Ferðafélag Akureyrar

 13. júní           Gestabókarganga á Sandfell í Öxarfirði (tveir skór)

 Lagt er upp frá gamla Öxarfjarðarheiðarveginum skammt fyrir ofan Sandfellshaga . Gengið að fjallinu og farið upp skálina sem er vestan í fjallinu, að vörðu sem er skammt frá brúninni en þar er gestabókarkassinn staðsettur. Mæting kl 13:00.

 20. - 23. júní   Langanes - Fontur (tveir skór)

 Ganga um friðsæla byggð sem var og eyðiþorp með mikla sögu, um lífleg fuglabjörg og út á ysta odda Langaness. Gist er eina nótt á farfuglaheimili en tvær nætur í tjaldi. Farangur fluttur milli gististaða, aðeins gengið með dagspoka. Ekki þarf að vaða ár.

 1. dagur, mánudagur: Gengið frá farfuglaheimilinu Ytra-Lóni um svokallaðan eyðibýlahring og fræðst um sögu bæjanna og byggðarinnar. Kvöldverður og gisting á Ytra-Lóni. 14 km.

 2. dagur: Fólki ekið upp á Heiðarfjall og ummerki ratsjárstöðvar varnarliðsins skoðaðar. Gengið þaðan með ströndinni um Hrolllaugsstaði og Skálabjarg að Skálum þar sem tjaldað er til tveggja nátta. 13 km.

 3. dagur: Gengið frá Skálum út á Font, þaðan á norðanverðu nesinu í Skoruvík og aftur að Skálum. Slétt og gott gönguland. 24 km.

 4. dagur: Frá Skálum er gengið þvert norður yfir nesið, út á Skoruvíkurbjarg sem iðar af fugli og litið á súlubyggðina í Stóra-Karli. Frá Stóra-Karli er ekið til baka að Ytra-Lóni.

 Þátttakendur leggja sjálfir til tjöld og tilheyrandi búnað en á Skálum verður eldhústjald og eldunaraðstaða.

 Nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina í síðasta lagi 6. júní. Skráning hjá Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .  Verð: 45.000 / 49.000

 Innifalið er gisting og matur á Ytra-Lóni, trúss og fararstjórn.

 24. júní           Sólstöðuganga á Öxarnúp í Öxarfirði (einn skór)

 Lagt er af stað síðla kvölds og gengið inn í bjarta sumarnóttina. Brottför auglýst síðar.

 15. júlí             Gunnólfsvíkurfjall í Bakkafirði (tveir skór)

 Gunnólfsvíkurfjall er 719 m hátt, rís þverhnípt úr sjó og af því er stórkostlegt útsýni. Farið frá afleggjaranum kl. 16:00.

 13. ágúst         Sléttugangan (tveir skór)

Gengið er frá Raufarhöfn yfir Melrakkasléttu og komið niður í nágrenni Kópaskers. Þetta er um 30 km ganga, falleg og góð gönguleið. Farið frá Hótel Norðurljósum kl. 9:00.

3. september  Jökulsárgljúfur að austan (einn skór)

Gengið frá Vestaralandi í Öxarfirði upp með Jökulsá, að Gloppu. Fáfarnar slóðir í ævintýralegu umhverfi Jökulsárgljúfra. Mæting við Vestaraland kl. 13:00.

Október          Ganga í nágrenni Raufarhafnar (einn skór)

Gangan er í tengslum við menningarhátíð á Raufarhöfn.

 

 

 

 

 

 

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn