Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Nemendum í 7. bekk Vatnsendaskóla veitt viðurkenning í Grunnskólagöngu UMFÍ

Fimmtudaginn 9. desember var nemendum í 7. bekk Vatnsendaskóla veittar viðurkenningar fyrir þátttöku og dugnað í verkefninu Grunnskólaganga UMFÍ.

Verkefnið er í tengslum við átakið Hættu að hanga! Komdu út að hjóla, synda eða ganga.

Vatnsendaskóli var einn af þremur skólum í landinu sem kláraði verkefnið að öllu leyti og því fengu allir krakkarnir í 7. bekk viðurkenningarspjöld auk þess sem skólinn fékk sögu UMFÍ, Vormenn Íslands að gjöf.

Af þessu tilefni má geta þess að í haust var gerð könnun í öllum grunnskólum Kópavogs á ferðavenjum nemenda á leið í skólann á morgnanna. Í ljós kom að engin börn í Kópavogi eru eins dugleg að ganga í skólann eins og nemendur Vatnsendaskóla.

 

DSC05134DSC05134

 

DSC05140DSC05140

 

Myndir: Nemendur 7. bekkjar Vatnsendaskóla við afhendingu viðurkenningar fyrir þátttöku í Grunnskólahlaupi UMFÍ. Neðri mynd Guðrún Soffía Jónasdóttir, skólastjóri, tekur á móti viðurkenningum úr hendi Sigurðar Guðmundssonar landsfulltrúa UMFÍ.

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn