Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Gestabækur úr verkefninu Fjölskyldan á fjallið að skila sér inn

Mynd: Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri HSV, kom með gestabækur inn í Þjónustumiðstöð UMFÍ í dag.Mynd: Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri HSV, kom með gestabækur inn í Þjónustumiðstöð UMFÍ í dag.Mjög góð þátttaka virðist hafa verið í verkefninu Fjölskyldan á fjallið sumar en þessa dagana eru gestabækur skilar að sér inn frá sambandsaðilum.

 

Að sögn Sigurðar Guðmundssonar, landsfulltrúa UMFÍ, virðist þátttakan meiri nú en undanfarin ár en verið er að vinna úr þátttökunni og taka hana saman. Sem dæmi um góða þátttöku má nefna að það gengu um 1500 manns á fjallið Þorbjörn í nágrenni við Grindavík.

 

Kristján Þór Kristjánsson, framkvæmdastjóri Héraðssambands Vesfirðinga, HSV, kom við á Þjónustumiðstöð UMFÍ í Sigtúni í dag og skilaði inn gestabókum. Fjöllin Kaldbakur og Saurtindar voru í verkefninu hjá HSV í sumar.

 

Um miðjan nóvember verður síðan heppinn þátttakandi dreginn út og heiðraður fyrir með sérstakri viðurkenningu.


Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn