Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Félagar í UMSB sækja gestabækurnar

Félagar í UMSB sækja gestabækurnar

 

Eftir vel heppnað göngusumar hjá Ungmennasambandi Borgarfjarðar er komið að því að ljúka verkefninu,,Fjölskyldan á fjallið" og ná í gestabækurnar sem hafa verið uppi á Varmalækjarmúla og Þyrli í sumar.

 

Fyrirhugað er að halda á Varmalækjamúlann kl. 18.00 föstudaginn 15. október frá Múlakotsmelunum fyrir ofan Fossatún og á Þyril daginn eftir eða kl. 11.00 frá olíutönkum Olíudreifingar í Litlasandsdal fyrir ofan Hvalstöðina.

 

Allir eru hvattir til að mæta og ganga, vera með og nýta síðasta tækifærið til að skrifa nafn sitt í gestabækurnar!

 

Góð þátttaka virðist hafa verið í verkefninu ,,Fjölskyldan á fjallið" víðs vegar um land í sumar og fólk duglegt að skrá nöfn sín í gestabækurnar.

 

umsb_-_ganga_2010umsb_-_ganga_2010

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn