Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Síðasta kvöldganga UMSB í sumar

Ungmennasamband Borgarfjarðar hefur skipulagt sjö kvöldgöngur í sumar sem hafa verið vel sóttar.

Mikil gönguhefð er innan Ungmennasambands Borgarfjarðar og hafa þeir staðið fyrir flestum göngum í sumar innan sambandsaðila UMFÍ. Og eiga þeir hrós skilið fyrir góða þátttöku.

Sjöunda og síðasta kvöldganga UMSB í sumar verður  í kvöld, fimmtudaginn 2. sept kl.19,30 þá verður gengið Árdalsgilið.

Mæting við Árdal. Göngustjóri verður Pétur Jónsson.

Í tengslum við verkefnið Fjölskyldan á fjallið á eftir að fara tvær göngur til að ná í póstkassann sem og gestabók uppá Varmalækjamúla og Þyril. Þær göngur verða auglýstar síðar.

Hér að neðan má sjá þær göngur sem gengnar hafa verið í sumar.

 

Föstudaginn 11. júní,  kl. 19.00 verður farið með gestabók á Þyril í Hvalfirði. 

Miðvikudaginn 23.júní. kl.20.00.  Jónsmessuganga á Varmalækjarmúla.

Fimmtudaginn 8. júlí kl.19.30. Gengið með Botnsá og skoðaðir fossar (ekki Glymur)  Á bakaleið verður  komið við hjá Paradísarfossi í Brunná.

Fimmtudaginn 22. júlí kl. 19.30. Fossaganga með Fitjaá í Skorradal,  Hvítserkur og fleiri fossar.

Fimmtudaginn 5. ágúst. Kl. 19.30.  Deildargil við Hraunsás í Hálsasveit. Gengið að Langafossi.

Fimmtudaginn 19. ágúst kl. 19.30. Gengið upp með Rauðsgili og fossarnir þar skoðaðir. 

Fimmtudaginn 2. september kl. 19.30. Gengið um Árdalsgil við Árdal.

 

33397_438792839713_663824713_5648385_5988804_n33397_438792839713_663824713_5648385_5988804_n

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn