Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Nýr vefur ganga.is tekinn í notkun

Nýr og uppfærður vefur að ganga.is hefur verið tekinn í notkun. Nýi vefurinn hefur að geyma mun meiri og ýtarlegri upplýsingar um gönguleiðir vítt og breitt um landið. Nýtt göngukort er á síðunni auk þess sem hægt er á fá upplýsingar um veður.
Á heimasíðunni ganga.is er að finna upplýsingar um 800 gönguleiðir á Íslandi ásamt áhugaverðum fróðleik fyrir göngu- og útivistarfólk.

Vefurinn ganga.is er samstarfsverkefni Ungmennafélags Íslands, Ferðamálastofu og Landmælinga Íslands. UMFÍ rekur og hefur umsjón með vefnum en það var Teikn á lofti á Akureyri sem hannaði og setti upp nýja vefinn.
Í verkefnisstjórn Göngum um Ísland eru Ásdís Helga Bjarnadóttir, UMSB/stjórn UMFÍ, Einar Jón Geirsson, UDN/stjórn UMFÍ, Alda Þrastardóttir, Ferðamálastofu, og Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi UMFÍ.
Þá er vert að geta um verkefnið Göngum um Ísland sem er landsverkefni UMFÍ. Verkefnið er unnið í samstarfi við ungmennafélög um land allt, ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög. Ísland hefur að geyma mikinn fjölda gönguleiða og hafa nú verið valdar útvaldar gönguleiðir í hverju byggðarlagi.  Ný leiðabók með tæplega 300 gönguleiðum liggur frammi á sölustöðvum Olís um allt land. Í Leiðabókinni Göngum um Ísland er lögð áhersla á stuttar, stikaðar og aðgengilegar gönguleiðir.
Fjölskyldan á fjallið er einn liður í verkefninu. Settir hafa verið upp póstkassar með gestabókum á 20 fjöllum víðsvegar um landið, en öll þessi fjöll eiga það sameiginlegt að vera tiltölulega létt að ganga á. Markmiðið er að fá fjölskyldur í létta fjallgönguferð og stuðla þannig að aukinni samveru, útivist og um leið líkamsrækt innan fjölskyldunnar.

Mynd: Frá opnun nýja vefsins en frá frá vinstri eru Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Trausti Dagsson frá teikn á lofti, og Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri Teikn á lofti.Mynd: Frá opnun nýja vefsins en frá frá vinstri eru Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Trausti Dagsson frá teikn á lofti, og Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri Teikn á lofti.

Mynd: Frá opnun nýja vefsins en frá frá vinstri eru Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Trausti Dagsson frá Teikn á lofti, og Halldór Jóhannsson framkvæmdastjóri Teikn á lofti.

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn