Skilaboð
  • EU e-Privacy Directive

    This website uses cookies to manage authentication, navigation, and other functions. By using our website, you agree that we can place these types of cookies on your device.

    View e-Privacy Directive Documents

Gengið til heilbrigðis - Akrafjall / Háihnúkur

Á sunnudaginn kemur 1. júní stendur Íþróttabandalag Akranes fyrir gönguferð á Akrafjall þar sem gengið verður á Háahnúk ( 555 m ), lagt verður af stað frá bílastæðinu við rætur Akrafjalls kl: 10:30. Umsjónarmenn göngunnar eru  Brynjar Sigurðsson og Jón Þór Þórðarson. Mikilvægt er að klæða sig eftir veðri, vera vel útbúinn hvað varðar skóútbúnað og fatnað. Nánari upplýsingar veitir Jón Þór í síma 895 1278.

,,Þetta er þriðja árið sem við stöndum fyrir þessu verkefni og hefur það mælst vel fyrir. Við höfum eingöngu einbeitt okkur að fjöllunum hér í nágrenninu þannig að göngufólk kemur sér sjálft á staðinn. Okkur hefur sýnst þetta vera verðugt og spennandi verkefni en fjórar göngur eru á dagskrá núna í júní," sagði Jón Þór Þórðarson íþróttafulltrúi hjá Íþróttabandalagi Akranes.

Aðrar gönguferðir sem fyrirhugaðar eru í sumar:

1. júní: Gengið á Háahnúk.

15. júní: Gengið á Geirmundatind

24. júní: Jónsmessuganga

29. júní: Akrafjallshringur Geirmundatindur - Háihnúkur

Myndatexti: Frá innanbæjargöngu á Akranesi á vegum ÍA. Mynd Jón Þór.

Share |
IsafoldLOGOFjallakofinn